Stundum geta verið vextir eða kostnaður á bankayfirlitinu. Ekki er hægt að jafna þær upphæðir við færslu vegna þess að slík bankafærsla hefur ekki verið bókuð. Ef ljúka á við bankaafstemmingu þarf að bóka þessa tegund færslu í færslubók.

Til að bóka opna færslu sem endurspeglast í bankayfirlitinu

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Bankaafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Valin er viðeigandi afstemming bankareiknings í línunni þar sem á að bóka færsluna.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Færa í færslubók.

  4. Í reitnum Færslubókarsniðmát veljið viðeigandi færslubókarsniðmát. Í reitnum Færslubókarkeyrsla veljið viðeigandi bókarkeyrslu. Bókarkeyrslan sem er afritað í verður að vera auð ef númeraröð hefur verið tilgreind. Frekari upplýsingar eru í Stofnun númeraraða.

  5. Færslubókin er opnuð. Færslan birtist í efstu línu. Bent er á að bankareikningsnúmerið hefur verið sett inn.

  6. Í reitnum Númer fylgiskjals skal slá inn viðeigandi númer.

  7. Viðeigandi fjárhagsreikningsnúmer er fært inn sem mótreikningur og síðan er færslubókin bókuð.

    Þegar bókunin hefur verið gerð skal jafna bankayfirlitsfærsluna.

  8. Opna viðeigandi afstemmingu fyrir bankareikning.

  9. Línan með opnu færslunni er valin og á flýtiflipanum Línur skal velja Lína og síðan smella á Jafna færslur. Glugginn Jafna bankareikningsfærslur opnast.

  10. Velja reitinn Jafnað í færslunni sem inniheldur réttu upphæðina og velja svo Í lagi hnappinn.

Ábending

Sjá einnig