Þegar afstemming bankareiknings hefur verið fyllt út , línur leiðréttar (ef þurfa þykir) og færslur jafnaðar (ef þurfa þykir) er hægt að bóka afstemmingu bankans.

Að bóka afstemmingu banka:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Bankaafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Opna viðeigandi afstemmingu fyrir bankareikning.

  3. Ganga þarf úr skugga um að í öllum reitunum í dálknum Mismunur í afstemmingarlínunum séu 0.00 og í neðsta reitnum Heildarmismunur sé einnig 0.00.

  4. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka.

Öllum bankareikningsfærslum er breytt til að sýna að þær hafi verið jafnaðar með bankayfirlitsfærslu. Hakið í reitnum Opna er fjarlægt og númer bankayfirlitsins er skráð í færslurnar.

Þegar búið er að bóka bankaafstemminguna, er bankayfirlit stofnuð. Til að skoða bankareikningsyfirlitið skal opna viðeigandi bankareikningsspjald og fara í flipann Færsluleit, flokkinn Bankareikn. og velja Yfirlit.

Ábending

Sjá einnig