Þegar nýjar bankayfirlitslínur eru færðar inn eða fluttar inn í gluggann Bankareikn.afstemming verður að tryggja að allar bankayfirlitslínur sé hægt að afstemma við eina eða fleiri tengdar fjárhagsfærslur. sú aðgerð að finna og undirbúa afstemmingu á tengdur fjárhagsfærslum er kölluð samsvörun. Þegar allar bankayfirlitslínur hafa verið samsvaraðar við tengdar fjárhagsfærslur er bankareikningur afstemmdur með því að velja hnappinn Bóka í glugganum Bankareikn.afstemming. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að bóka afstemmingu banka.
Línur gluggans Bankareikn.afstemming skiptast í tvö svæði. Vinstra svæðið sýnir nýjar bankayfirlitsfærslur, hægra svæið sýnir höfuðbókarfærslur á bankareikningi. Hægt er að velja að framkvæma samsvörun sjálfkrafa með því að nota aðgerðina Sjálfvirk jöfnun. Einnig er hægt að velja línur handvirkt í báðum gluggum til að tengja hverja bankareikningslínu við eina eða fleiri tengdar bankareikningsfærslur og nota síðan aðgerðina Handvirk jöfnun.
Þegar gildið í reitnum Staða alls undir vinstra svæðinu er jafnhátt gildinu í reitnum Staða til afstemmingar undir hægra svæðinu er hægt að bóka til að afstemma jafnaðar bankareikningsfærslur. Allar ójafnaðar bankareikningsfærslur verða áfram í glugganum sem gefur til kynna að greiðslur sem unnar voru fyrir bankareikninginn birtast ekki í síðasta bankayfirliti eða að sumar greiðslur voru sendar með ávísunum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að bóka afstemmingu banka.
Til athugunar |
---|
Ef bankayfirlitslínur tengjast tékkafærslum þá er ekki hægt að nota jöfnunaraðgerðirnar. Í staðinn þarf að velja hnappinn Jafna færslur á flýtiflipanum Bankayfirlitslínur flipann og velja svo viðeigandi tékkafærslu fyrir bankayfirlitslínuna. |
Jöfnunaraðgerð yfirlitsins byggir á forgangsröðuðum skilyrðum: fyrst reynir aðgerðin að jafna upphæðir. Því næst reynir hún að finna samsvörun milli texta í tilteknum reitum yfirlitslína bankareikningsfærslna, samkvæmt forgangsröðun. Að lokum reynir aðgerðin að tengja saman dagsetningar.
Til athugunar |
---|
Textasamsvörun er aðeins möguleg fyrir texta sem er lengri en fjórir stafir. |
Eftirfarandi tafla sýnir hvaða fimm reiti á línum bankayfirlitsins er hægt að jafna við reiti í bankareikningsfærslum, í forgangsröð.
Forgangsflokkur | Reitur í bankareikningslínu | Forgangsröðun innan flokks | Reitur í bankafærslu | Athugasemd |
---|---|---|---|---|
1 | Upphæð yfirlits | Eftirstöðvar | Jafnar ef um sömu upphæð er að ræða. | |
2 | Lýsing | 1 | Lýsing | Jafnar ef texti lýsingar er eins eða nánast eins í einhverjum reitanna þriggja. |
2 | Númer utanaðk. skjals | |||
3 | Númer fylgiskjals | |||
Nafn tengds aðila | 1 | Lýsing | Jafnar ef texti lýsingar er eins eða nánast eins í einhverjum reitanna þriggja. | |
2 | Númer utanaðk. skjals | |||
3 | Númer fylgiskjals | |||
Viðbótarfærsluupplýsingar | 1 | Lýsing | Jafnar ef texti lýsingar er eins eða nánast eins í einhverjum reitanna þriggja. | |
2 | Númer utanaðk. skjals | |||
3 | Númer fylgiskjals | |||
3 | Dags. viðskipta | Bókunardags. | Passar ef dagsetningarnar eru eins eða innan þeirra daga sem tilgreindir eru í reitnum Vikmörk færsludagsetningar (dagar). Sjá lið 4 í eftirfarandi leiðbeiningum. |
Skilyrði fyrir eftirfarandi aðgerðum er að Bankareikn.afstemming gluggahausinn séu fylltur út með bankayfirlits upplýsingum og að línur bankayfirlitsins séu færðar inn eða fluttar inn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa inn Bankaafstemmingar.
Hægt er að skoða gildi innfluttra bankayfirlita í Upplýsingar um bankayfirlitslínu með því að velja línu í svæðinu Bankayfirlitslínur og velja síðan hnappinn Sundurliðun fyrir ofan svæðið.
Til að jafna sjálfkrafa bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur
Í reitnum Leit skal færa inn Bankareikningsafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna viðeigandi afstemmingu fyrir bankareikning.
Á flipanum Heim í flokknum Jöfnun á að velja Sjálfvirk jöfnun. Reiturinn Jafna bankafærslur opnast.
Í reitnum Vikmörk færsludagsetningar (dagar skal tilgreina þann fjölda daga fyrir og eftir bókunardagsetningu fjárhagsfærslu bankareiknings sem hafður er með í leitinni að samsvarandi færsludagsetningum á bankayfirlitinu. Ef 0 er slegið inn eða reiturinn hafður auður leitar aðgerðin Sjálfvirk jöfnun aðeins eftir samstæðum færsludagsetningum í bókunardagsetningu á bankareikningi.
Veldu Í lagi hnappinn til að hefja aðgerðina Sjálfvirk jöfnun.
Allar bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur sem hægt er að para verða grænar og gátreiturinn Jafnað á hægra svæðinu er valinn.
Til að fjarlægja jöfnun skal velja bankareikningslínu og á flipanum Heim velja Fjarlægja jöfnun úr hópnum Jöfnun.
Hægt er jafna handvirkt allar bankayfirlitslínur sem voru ekki jafnaðar sjálfkrafa, til dæmis þar sem tengdar greiðslur hafa ekki enn verið bókaðar. Nánari upplýsingar má finna hér á eftir.
Ef allar bankayfirlitslínur eru jafnaðar skaltu bóka Bankareikn.afstemming gluggann til að stemma af jafnaðar bankareikningsfærslur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að bóka afstemmingu banka.
Til að jafna bankayfirlitsfærslur og bankareikningsfærslur handvirkt
Í reitnum Leit skal færa inn Bankareikningsafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna viðeigandi afstemmingu fyrir bankareikning.
Veldu bankayfirlitslínu í vinstri rúðunni.
Í hægri rúðunni skal velja eina eða fleiri bankareikningsfærslur sem hægt er að tengja við valda bankayfirlitslínu. Til að velja margar línur skal halda inni Ctrl-lyklinum.
Á flipanum Heim í flokknum Jöfnun á að velja Handvirk jöfnun.
Letur valinnar bankayfirlitslínu og valinna bankareikningsfærslna verður grænt og gátreiturinn Jafnað á hægra svæðinu er valinn.
Endurtakið liði 3 til 5 fyrir allar bankayfirlitslínur sem ganga af.
Til að fjarlægja jöfnun skal velja bankareikningslínu og á flipanum Heim velja Fjarlægja jöfnun úr hópnum Jöfnun.
Ef allar bankayfirlitslínur eru jafnaðar skaltu bóka Bankareikn.afstemming gluggann til að stemma af jafnaðar bankareikningsfærslur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að bóka afstemmingu banka.
Til athugunar |
---|
Ef ekki var hægt að para til fulls einhverjar bankayfirlitslínur við bankareikningsfærslur, kann það að orsakast af því að tengdar greiðslur hafa enn ekki verið bókfærðar. Nota skal aðgerðina Millifæra í fh.færslubók til að flytja ójafnaða upphæð, sem sýnd er í reitnum Mismunur, til bókunar í færslubók. Frekari upplýsingar eru í Bankaafst. færð í færslubók. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |