Nota má gluggann Þjónustuvöruflokkar til að setja upp þjónustuvöruflokka sem tengjast viðgerð og viðhaldi. Skilgreina má sjálfgefin gildi vegna þjónustuvöru í þjónustuvöruflokki, t.d. svartíma, samningsafslátt í prósentum og þjónustuverðflokk. Hægt er að ráða því hvort vara í þjónustuvöruflokki sé sjálfkrafa skráð sem þjónustuvara þegar hún er seld. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Þjónustuvörur þegar vörur eru sendar.
Þjónustuvöruflokkum er úthlutað til vöru á birgðaspjaldi og þjónustuvöru á þjónustuvöruspjaldi.
Uppsetning þjónustuvöruflokks
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustuvöruflokkar og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustuvöruflokkur er stofnaður.
Fyllt er í reitina Kóti og Lýsing.
Í reitinn Sjálfg. samningsafsláttar % er færð inn sjálfgefin prósenta samningsafsláttar sem á að eiga við þjónustuvöruna í flokknum.
Í reitinn Kóti sjálfg. Þjónustuverðfl. er færður inn kóti sjálfgefins þjónustuverðflokks sem á að eiga við þjónustuvöruna í flokknum.
Í reitinn Sjálfgefinn svartími (klst.) er færður inn sjálfgefinn svartími í klukkustundum sem á að gilda um þjónustuvöruna í flokknum.
Ef skrá á vöru í flokknum sem þjónustuvöru þegar hún er seld þarf að velja reitinn Stofna þjónustuvöru.
Skrefin eru endurtekin fyrir hvern flokk þjónustuvöru sem á að stofna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |