Í þjónustuvöru geta verið margir íhlutir sem skipta má út með varahlutum þegar varan er í þjónustu. Þessir íhlutir eru uppsettir í glugganum Þjónustuvara - íhlutalisti.
Uppsetning þjónustuvöruíhluta
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustuvörur og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal þjónustuvöruna sem á að setja upp íhluti fyrir.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Þjónustuvara skal velja Íhlutir. Glugginn Þjónustuvöruíhlutalisti opnast.
Bæta við nýjum íhlut. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitnum Tegund skal velja Þjónustuvara ef íhluturinn er skráð þjónustuvara. Að öðrum kosti skal velja Vara.
Í reitnum Nr. skal velja vöruna eða þjónustuvöruna sem er íhlutur þjónustuvörunnar.
Fyllt er út í aðra reiti gluggans Þjónustuvara - Íhlutalisti .
Skrefin eru endurtekin fyrir hvern íhlut sem á að setja upp vegna þjónustuvörunnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |