Þegar vörur eru sendar, annaðhvort með því að bóka þjónustupantanir eða þjónustureikninga eru sendu vörurnar sjálfkrafa skráðar sem þjónustuvörur að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Varan verður að tilheyra þjónustuvöruflokki með gátmerki í reitnum Stofna þjónustuvöru. Ef vörurnar eru með raðnúmer skráð í glugganum Vörurakningarlínur eru þessar upplýsingar afritaðar sjálfvirkt í reitinn Raðnr. á þjónustuvöruspjaldinu þegar þjónustuvörur eru stofnaðar.

Eftirfarandi aðferð sýnir hvernig stofna má þjónustuvöru þegar þjónustupöntun er send.

Þjónustuvörur stofnaðar þegar vörur eru sendar:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna skal viðeigandi þjónustupöntun.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka eða Bóka og prenta.

  4. Í glugganum sem opnast skal velja Afhenda eða Afhenda og reikningsfæra og svo hnappinn Í lagi.

  5. Þjónustuvörur eru stofnaðar sjálfkrafa fyrir vörurnar í pöntuninni svo fremi að þær tilheyri þjónustuvöruflokki sem settur hefur verið upp til að stofna þjónustuvörur. Ef sérstök raðnúmer eru skráð í glugganum Vörurakningarlínur eru þau tengd þessum þjónustuvörum eins og við á.

Til athugunar
Ef vara er uppskrift og búið er að opna uppskriftina eru vörurnar meðhöndlaðar eins og um venjulegar vörur væri að ræða. Kerfið stofnar þjónustuvörur eftir skilyrðinu um þjónustuvöruflokk, og ef vill, raðnúmer. Ef þjónustuvara er stofnuð fyrir opna uppskrift sem er samsett úr öðrum uppskriftaríhlutum eru vörur sem þjónustuvöruíhluti stofnaðar fyrir opna uppskriftarþjónustuvöru.

Ef vara er uppskrift og ekki búið að opna uppskriftina eru þjónustuvörur stofnaðar fyrir hana eftir skilyrðinu um þjónustuvöruflokk, og ef vill, raðnúmer.

Ábending

Sjá einnig