Þegar búið er að stofna og uppfylla nokkrar þjónustupantanir og þjónustutilboð er hægt að nota gluggann Afgreiðslustöð til að úthluta forða, til dæmis tæknimönnum, til að vinna þjónustuverkhluta sem eru skráðir sem þjónustuvörulínur í skjölunum.

Forða úthlutað út frá afgreiðslustöð:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Afgreiðslustöð og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Afmarkanir eru settar til að skoða skjölin sem uppfylla ákveðin skilyrði. Frekari upplýsingar um afmörkun skjalanna sjá nánar Afmörkun skjalanna.

  3. Veljið fylgiskjalið sem inniheldur þjónustuverkin sem á að endurúthluta forða. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Úthlutun forða. Glugginn Úthlutun forða opnast.

  4. Í glugganum Úthlutun forða er valin óvirk úthlutunarfærsla með þjónustuverkhlutanum sem úthluta á forðanum til. Ef óvirka færslan er ekki til er hægt að stofna nýja.

  5. Til að stofna nýja óvirka úthlutunarfærslu er, í Heim flipanum, í Nýtt flokknum, smellt á Nýtt og þjónustuverkhlutinn tilgreindur með því að fylla út reitinn Nr. þjónustuvöru í sömu línu.

  6. Í reitnum Forðanr. er viðeigandi forði valinn. Ef forðinn er hluti af forðaflokki er númer forðaflokksins fært sjálfkrafa inn í reitinn Forðaflokkur nr..

  7. Reitirnir Úthlutunardags. og Úthlutaðar stundir eru fylltir út. Reiturinn Staða er sjálfkrafa stillt á Virkt. Það þýðir að forðanum hefur verið úthlutað til þjónustuverkhlutans.

Til athugunar
Virkar þjónustupöntunarúthlutunarfærslur geta aðeins verið með úthlutunina Virkt með einum forða eða forðaflokki í einu fyrir þjónustuvöru í þjónustupöntun.

Ábending

Sjá einnig