Sjálfgefnir VSK-viðskiptabókunarflokkar eru settir upp með því að tengja þá við almenna viðskiptabókunarflokka. Þá setur Microsoft Dynamics NAV sjálfkrafa inn viðeigandi kóta sem VSK-viðskiptabókunarflokk þegar viðkomandi viðskiptabókunarflokki er úthlutað á viðskiptamanns-, lánardrottins- eða fjárhagsreikning. Áður en þetta er hægt þarf að setja upp VSK-viðskiptabókunarflokka.

Uppsetning sjálfgefinna VSK-viðskiptabókunarflokka

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Alm. viðskiptabókunarflokkar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal viðeigandi viðskiptabókunarflokk. Á flipanum Heim veljið Breyta.

  3. Í reitnum Sjálfg. VSK-viðsk.bókunarfl. er valinn sjálfgefinn kóti sem á að nota.

  4. Veljið gátreitinn Sjálfvirk innsetning sjálfg..

Ef það á ekki við eða ekki á að nota þessa aðgerð fyrir einstaka eða alla almenna viðskiptabókunarflokkakóta eiga reitirnir tveir að vera auðir. Þá þarf að úthluta VSK-viðskiptabókunarflokkum handvirkt á viðskiptamanna-, lánardrottna- og fjárhagsreikninga.

Nánari upplýsingar um hvernig á að úthluta VSK á reikninga eru í Hvernig á að úthluta VSK-viðskiptabókunarflokka á viðskiptamanna- og lánardrottnareikninga og Hvernig á að úthluta VSK-bókunarflokkum til fjárhagsreikninga.

Ábending

Sjá einnig