Hægt er að setja upp sjálfgefinn VSK-viðskiptabókunarflokkskóta fyrir hvern almennan viðskiptabókunarflokkskóta og láta Microsoft Dynamics NAV setja inn VSK-viðskiptabókunarflokkskóta ásamt kótanum fyrir almenna viðskiptabókunarflokkinn. Ef ekki á að gera þetta verður að úthluta kótum á viðeigandi viðskiptamanna- og lánardrottnareikninga.
Nánari upplýsingar um hvernig sjálfgefnir VSK-bókunarflokkar eru settir upp eru í Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-viðskiptabókunarflokka.
Úthlutun VSK-viðskiptabókunarflokka á viðskiptamanna- og lánardrottnareikninga:
Í reitinn Leit skal færa inn Viðskiptamenn eða Lánardrottinn og velja síðan viðkomandi tengil.
Á spjaldi viðskiptamanns eða lánardrottins þar sem færa á inn kóta VSK-bókunarflokksins skal velja flýtiflipann Reikningsfærsla.
Í reitinn VSK viðsk.bókunarflokkur er færður inn kóti fyrir viðeigandi bókunarflokk.
Ferlið er endurtekið fyrir hvern viðskiptamanna- og lánardrottnareikning.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |