Viðskiptaflokkskótar eru notaðir til að ákvarða bókun eftir staðsetningu (landi/svæði) þess viðskiptamanns eða lánardrottins sem tengist færslunni.
Uppsetning almennra viðskiptaflokka
Í reitnum Leit skal færa inn Alm. viðskiptabókunarflokkar og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Alm. viðskiptabókunarflokkar á flipanum Heim skal velja Breyta.
Færið inn kóta í reitnum Kóti til að auðkenna flokkinn.
Í reitinn Lýsing er færð stutt lýsing á flokknum.
Þetta ferli er endurtekið fyrir hvern viðskiptaflokk sem á að setja upp.
Til athugunar |
---|
Almenni bókunargrunnurinn á ekki við um bankareikninga. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |