Aðalársreikningarnir í kerfinu eru í hlutanum Fjárhagur. Ef eiginleikinn er notaður í kerfishlutanum Birgðir verður að búa til tengingar við fjárhagsreikningana.

Þessar tengingar eru búnar til þegar vörur í birgðum eru flokkaðar saman í eina eða fleiri birgðabókunarflokka og síðan settar upp tengingar birgðabókunarflokka og fjárhagsreikninga.

Þegar búið er að búa til bókunarflokkana verður að úthluta hverri vöru einum þeirra.

Uppsetning birgðabókunarflokka

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðabókunarflokkar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Birgðabókunarflokkur er fyllt út í reitina.

  3. Fylla þarf út línu fyrir hvern bókunarflokk sem á að setja upp.

Til athugunar
Hægt er að setja upp eins marga bókunarflokka og þörf krefur.

Því næst verður að búa til samsetningar birgðabókunarflokka og birgðageymslna og tengja þær við fjárhagsreikninga í Birgðabókunargrunnur.

Ábending

Sjá einnig