Færð er inn samsetning af almennum viðskiptaflokki og almennum framleiðsluflokki í gluggann Alm. bókunargrunnur svo að færslur með þessari kótasamsetningu bókist á rétta fjárhagsreikninga. Áður en samsetningar eru settar upp þarf að setja upp almenna viðskiptaflokka og almenna framleiðsluflokka.

Samsetning almennra viðskiptaflokka og almennra framleiðsluflokka sett upp

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Alm. bókunargrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Alm. bókunargrunnur er fyrsti kótinn valinn samkvæmt listanum í reitnum Alm. viðsk.bókunarflokkur.

  3. Í reitnum Alm. vörubókunarflokkur er fyrsti kótinn valinn samkvæmt listanum.

  4. Aðrir reitir í línunni eru fylltir út.

  5. Þetta ferli er endurtekið uns allar nauðsynlegar samsetningar hafa verið settar upp.

Ábending

Sjá einnig