Til að hópur fyrirtækja geti búið til færslur á milli fyrirtækja þarf hann að koma sér saman um bókhaldslykil sem notaður verður sem sameiginleg viðmiðun. Til að skilgreina bókhaldslykil milli fyrirtækja sem fyrirtækjafélagarnir nota til að búa til færslur á milli fyrirtækja er þessari aðferð fylgt.
Skilgreining bókhaldslykils milli fyrirtækja:
Í reitnum Leit skal færa inn MF-bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum MF-bókhaldslykill færið inn hvern reikining í línu í glugganum.
Ef MF-bókhaldslykillinn verður eins og eða svipaður og venjulegi bókhaldslykillinn er hægt að láta fylla gluggann út sjálfkrafa. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Afrita úr bókhaldslyklum til að afrita bókhaldslykla og breyta síðan línunum sem verða til.
Hægt er að flytja bókhaldslykil milli fyrirtækja út í XML-skrá til dreifingar til fyrirtækisfélaga. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Útflutningur.
Skrárheitið og staðsetningin þar sem vista á XML-skrána eru valin og síðan smellt á Vista.
Áður en hægt er að nota bókhaldslykil milli fyrirtækja er ráðlegt að varpa bókhaldslykli milli fyrirtækja á bókhaldslykil fyrirtækisins.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |