Áður en hægt er að ljúka þessu ferli þarf að hafa XML-skrá með bókhaldslykli milli fyrirtækja sem fyrirtækisfélagarnir hafa samþykkt að nota.
Bókhaldslykill milli fyrirtækja fluttur inn:
Í reitnum Leit skal færa inn MF-bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum MF-bókhaldslykill, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, er valið Flytja inn.
Skrárheiti og staðsetning XML-skrárinnar eru tilgreind og smellt á Opna.
Kerfið fyllir út línurnar í glugganum MF-bókhaldslykill.
Nú þarf að tilgreina hvernig reikningarnir í MF-bókhaldslyklinum samsvara reikningunum í bókhaldslykli fyrirtækisins.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |