Þegar sölu- eða innkaupalína milli fyrirtækja er stofnuð til að senda sem færsla á útleið er færður inn reikningur úr MF-bókhaldslykli sem notaður verður sem sjálfgefinn reikningur sem upphæðin ætti að bókast á í fyrirtæki félagans. Í glugganum Bókhaldslykill er hægt að tilgreina sjálfgefinn fjárhagsreikning MF-félaga fyrir reikninga sem oft eru notaðir í MF-sölu- eða innkaupalínum á útleið. Til dæmis er hægt að færa inn samsvarandi safnreikning lánardrottna úr MF-bókhaldsreikningi fyrir safnreikninga viðskiptamanna.
Til athugunar |
---|
Eftirfarandi ferli er endurtekið fyrir hvern reikning sem oft er færður inn í reitinn Mótreikningur nr. í línu í færslubók eða fylgiskjali milli fyrirtækja. |
Hvernig á að setja upp sjálfgefna fjárhagsreikninga samstarfsfyrirtækja
Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.
Í reitnum Sjálfg. fjárh.reikn.nr. MF-félaga skal færa inn MF-fjárhagsreikninginn sem félaginn á að bóka í við bókun í fjárhagsreikninga í línunni.
Mikilvægt Þessi reitur er tiltækur í glugganum Bókhaldslykill, en hann er ekki birtur að sjálfgefnu. Frekari upplýsingar eru í Personalize the User Interface.
Til athugunar |
---|
Þegar fjárhagsreikningur er færður inn í reitinn Mótreikningur nr. í línu milli fyrirtækja með MF-félaga í reitnum Tegund reiknings er sjálfkrafa fyllt í reitinn Fjárh.reikn.nr. MF-félaga. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |