Eftir að glugginn MF-víddir hefur verið fylltur út með víddunum sem milli-fyrirtækjafélagar hafa samþykkt að nota þarf að tengja hverja vídd milli fyrirtækja við eina af víddum fyrirtækisins og öfugt. Í glugganum MF-víddir er skilgreint hvernig MF-víddir í færslum á innleið verða túlkaðar sem víddir í víddatöflu fyrirtækisins. Í glugganum Vídd er tilgreint hvernig víddirnar verði túlkaðar sem MF-víddir í færslum á útleið.

Ef einhver af víddunum milli fyrirtækja hefur sama kóta og samsvarandi víddir í víddatöflu fyrirtækisins er hægt að láta kerfið varpa víddunum sjálfkrafa:

MF-víddum varpað á víddir fyrirtækisins:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn MF-víddir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum MF-víddir eru valdar línurnar sem á að varpa sjálfkrafa.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Varpa á vídd með sama kóta. MF-víddargildunum verður varpað sjálfkrafa um leið.

  4. Fyrir hverja vídd milli fyrirtækja sem er ekki varpað sjálfkrafa, skal fylla út í reitinn Varpa á víddarkóta.

  5. Á flipanum Færsluleit, í flokknum MF-víddir, skal velja MF-víddargildi.

  6. Í glugganum MF-víddargildi er reiturinn Varpa á víddargildiskóta fylltur út fyrir hvert MF-víddargildi.

  7. Í reitnum Leit skal færa inn Víddir og velja síðan viðkomandi tengil.

  8. Í glugganum Víddir eru valdar línurnar sem á að varpa sjálfkrafa.

  9. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Varpa á MF-vídd með sama kóta.

  10. Fyrir hverja vídd milli fyrirtækja sem er ekki varpað sjálfkrafa, skal fylla út í reitinn Varpa á MF-víddargildiskóta.

    Mikilvægt
    Þetta svæði er tiltækt í glugganum Víddir en er ekki birt sjálfgefið. Frekari upplýsingar eru í Personalize the User Interface.

  11. Á flipanum Færsluleit í flokkinum Vídd skal velja Víddargildi.

  12. Í glugganum Víddargildi fyllið út svæðið Varpa á MF-víddargildiskóta fyrir hvert MF-víddargildi.

Ábending

Sjá einnig