Aðgerðin Bókun milli fyrirtækja gerir kleift að spara tíma og fækka villum við gagnainnslátt með því að flytja færslur rafrænt á milli fyrirtækisins og samstarfsfyrirtækja.

Uppsetning bókunar milli fyrirtækja

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Stofngögn og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Stofngögn á flýtiflipanum Samskipti eru reitirnir MF-félagakóti, MF-innhólfstegund og MF-innhólfsupplýsingar fylltir út. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.

  3. Opna skal MF-félagalisti og fylla út spjald fyrir hvern félaga.

  4. Ef fyrirtækisfélagar hafa verið sett upp sem viðskiptamenn og lánardrottnar skal fylla út í reitinn MF-félagakóti á viðeigandi viðskiptamanna- og lánardrottnaspjöldum.

  5. Bókhaldslykill milli fyrirtækja er settur upp.

  6. Ef nota á víddir í færslum milli fyrirtækja skal setja upp víddir milli fyrirtækja.

  7. Ef MF-línur eru stofnaðar eða mótteknar er hægt að nota eigin vörunúmer eða setja upp vörunúmer félagans fyrir hverja vöru. Þetta er hægt að gera annaðhvort í reitnum Vörunr. lánardr. eða reitnum Algeng vara nr. á birgðaspjaldinu eða nota gluggann Millivísanafærslur sem tengist birgðaspjaldinu.

  8. Ef gerðar verða færslur milli fyrirtækja sem innihalda forða þarf að fylla út reitinn Nr. innk.reikn. MF-félaga á forðaspjaldi fyrir hvern viðkomandi forða.

Nú er hægt að stofna færslur milli fyrirtækja með því að nota milli-fyrirtækjabók eða sölu- eða innkaupaskjöl.

Ábending

Sjá einnig