Sölupöntun má nota til að skrá bæði efnislegar og fjárhagslegar færslur og hún hefur því þrjá bókunarmöguleikana: Afhenda, Reikningsfæra og Afhenda og reikningsfæra. Þessir valkostir bjóða upp á að meðhöndla söluna á ólíkum stöðum, t.d. innheimta greiðslu eftir afhendingu vörunnar. Ef söluferlið krefst þess ekki að efnisleg aðgerð sé skráð sérstaklega þá getur sala verið sett á innkaupareikning eða inn á fjárhagsbók.
Í sumum tilvikum eru seldar vörur til viðskiptavinar afhentar beint frá lánardrottni og fara því framhjá eigin birgðum fyrirtækisins. Þessum sérstaka viðskiptamáta má ná með notkun á aðgerðinni bein afhending eða með því að búa til sérstakar pantanir sem tengja innkaupin við söluna.
Nota má stuðning söluvinnslu eins og rakningu á innkaupum eða framleiðslupöntun sem uppfyllir eftirspurn sölunnar, upplýsingar um viðskiptamann og vöru og vinnupöntunarskjal til að ná yfir grunnvinnu sem unnin er til að uppfylla sölupöntun.
Aðrar aðgerðir söluvinnslu innihalda einfalda framleiðsluáætlun, samhæfingu vöruhúsa og söluaðgerðir milli fyrirtækja.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Fá yfirsýn yfir dæmigerða vinnslu söluferlis í kerfinu. | |
Selja sett eða samsetningar sem ekki eru til í birgðum og búa sjálfkrafa til samsetningarpöntun til að veita vörurnar á afhendingardegi. | |
Búa til sérstaka sölupöntun fyrir sértæka vöru utan birgða sem afgreidd er til viðskiptamanns án þess að fara í gegn um birgðir. | |
Búa til framleiðslupöntun beint frá sölupöntun fyrir vöru sem verður að uppfylla með framleiðslu. | |
Stofna framleiðslupöntun verkefnis beint úr sölupöntun með mörgum línum, sem gefur til kynna framleiðsluverkefni. | |
Búa til og vinna sölupöntun sem er tengd við innkaupapöntun til að tryggja að vörunar séu afhentar beint frá lánardrottni til viðskiptamanns. | |
Skrá aðra vöru í sölulínu með því að velja úr fyrirframskilgreindum staðgengilsvörum. | |
Upplýsa starfsmenn vöruhúss um að seldar innkeyptar vörur séu tilbúnar í frágang í vöruhúsinu, með því að búa til birgðafrágang eða vöruhússmóttöku. | |
Prenta verkbeiðni frá sölupöntun sem leiðir til léttrar vinnu svo að starfsmenn geti skráð magn eða tíma sem fer í að uppfylla söluna. | |
Skoða upplýsingar um innkaupaskjal eins og hve margar vörur eru afhentar og reikningsfærðar eða grunnupplýsingar um viðskiptamann. | |
Undirbúa og senda bókað söluskjal til aðildarfyrirtækis, t.d. móðurfélags, vegna samstæðu. | Hvernig á að skrá og senda millifyrirtækjasöluskjöl og -innkaupaskjöl |
Bóka sölu sem afgreidda og/eða reikningsfærða. | |
Afturkalla bókað magn söluafhendingar þar sem söluskjal hefur ekki enn verið reikningsfært. | |
Umbreyta söluskjalafærslum í Microsoft Dynamics NAV í staðlað snið og senda þær sem rafræn skjöl sem viðskiptamenn geta fengið inn í kerfið sitt. |