Milli-fyrirtækjaskjöl eru notuð til að bóka viðskipti við milli-fyrirtækjafélaga. Þegar milli-fyrirtækjaskjöl eru bókuð í fyrirtækinu stofnar Microsoft Dynamics NAV samsvarandi fylgiskjal í MF-innhólfinu sem hægt er að flytja til félagans. Félaginn getur síðan bókað fylgiskjalið í sínu fyrirtæki án þess að færa gögnin inn aftur.
Eftirfarandi aðferð lýsir því hvernig eigi að fylla út og senda sölupöntun milli fyrirtækja, en sömu skref eiga einnig við um innkaupapantanir og reikninga milli fyrirtækja, vöruskilapantanir og kreditreikninga.
MF-sölupöntun fyllt út og send:
Í reitnum Leita skal færa inn Sölupöntun og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim veljið Nýtt til að stofna nýja sölupöntun.
Í reitinn Selt-til - Viðskm.nr. er fært númer viðskiptavinar sem hefur verið úthlutað kót milli-fyrirtækjafélaga.
Fyllt er út í aðra reiti á skjalshausnum.
Sölulínurnar eru fylltar út. Reitirnir Tilvísunarteg. MF-félaga og Tilvísun MF-félaga eru fylltir út til að tilgreina vöruna eða reikninginn í fyrirtæki félagans sem samsvarar vörunni eða reikningnum í línunni.
Til að senda sölupöntunina áður en hún er bókuð er smellt á Aðgerðir, Aðgerðir, Senda staðf. MF-sölupöntunar. Annars verður fylgiskjalið sjálfkrafa sent í úthólfið þegar fylgiskjalið er bókað.
Til athugunar |
---|
Hægt er að senda sölu- og innkaupapantanir og vöruskilapantanir áður en bókað er. Ekki er hægt að senda reikninga og kreditreikninga fyrr en þeir hafa verið bókaðir. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |