Þessi áætlanagerð byrjar í sölupöntun og nýtir gluggann Áætlun sölupöntunar. Þegar framleiðslupöntun verkefnis er stofnuð er hægt að skipuleggja hana frekar með því að nota gluggann Pantanaáætlun.

Framleiðslupöntun verkefnis stofnuð

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið sölupöntunina sem sýnir framleiðsluverkefnið.

  3. Á flipanum Aðgerðir, í flokknum Áætla, skal velja Áætlun.

  4. Í glugganum Sölupantanaáætlun á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna framl. pöntun.

  5. Í glugganum Stofna pöntun úr sölu í reitnum Tegund pöntunar er Verkefnispöntun valin.

  6. Velja hnappinn .

  7. Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðslupantanir og velja síðan viðkomandi tengil. Opna skal nýstofnaða framleiðslupöntun.

    Reiturinn Tegund uppruna í framleiðslupöntuninni inniheldur Söluhaus og hún hefur margar línur, eina fyrir hverja vöru sölulínu sem þarf að framleiða.

  8. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætla, skal velja Áætlun til að opna gluggann Pantanaáætlun.

  9. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Endurnýja til að reikna nýja efirspurn.

Pöntunarhausslínan fyrir verkefnispöntunina birtist með allar óuppfylltar eftirspurnarlínur stækkaðar neðan hennar. Þótt framleiðslupöntunin innihaldi línur fyrir nokkrar framleiddar vörur er heildareftirspurnin fyrir allar framleiðslupöntunarlínur skráð undir einni pöntunarhausslínu í glugganum Pantanaáætlun, auk þess sem nafn upprunalega viðskiptamannsins er birt. Nú er hægt að halda áfram að áætla þörf eins og lýst er í Hvernig á að Áætla fyrir nýja eftirspurn.

Til athugunar
Eftirspurnarlínur í framleiðslupöntun verkefnisins sem hafa Framl.pöntun í reitnum Áfyllingarkerfi tákna undirliggjandi framleiðslupantanir. Eftir að hafa myndað þessar framleiðslupantanir, þarf að reikna aftur út áætlun í glugganum Pantanaáætlun til að auðkenna alla óuppfyllta eftirspurn eftir íhlutum fyrir þær. Í því tilviki er birtist eftirspurnin í eftirspurnarlínum undir línu í haus venjulegrar framleiðslupöntunar sem þýðir að verkefnistengslin sjást ekki lengur í glugganum. Ef á hinn bóginn notast er við eiginleikann Rekja pöntun er hægt að fara fram og aftur í allar framboðspantanir undir upphaflegu sölupöntuninni.

Ábending

Sjá einnig