Þegar birgðageymslan er sett upp þannig að krafist sé tínsluvinnslu en ekki afhendingarvinnslu er skjalið Birgðatínsla notað til að skipuleggja og skrá tínsluaðgerðir.
Eftirfarandi leiðir eru í boði til að stofna birgðatínslu:
-
Stofna tínsluna í tveim þrepum með því að biðja fyrst um birgðatínslu með því að gefa út upprunaskjalið. Þetta lætur vöruhúsið vita að upprunaskjalið er tilbúið fyrir tínslu. Síðan er hægt að stofna birgðatínsluna í glugganum Birgðatínsla.
-
Tínslan er stofnuð í upprunaskjalinu sjálfu.
-
Hægt er að stofna birgðatínslu fyrir nokkur upprunaskjöl í einu með keyrslunni.
Þessum þremur aðferðum er lýst í þessu efnisatriði.
Til að biðja um birgðatínslu með því að gefa út upprunaskjalið
-
Fyrir sölupantanir, innkaupaskilapantanir og millifærslupantanir á útleið er vöruhússbeiðnin stofnuð með því að gefa út pöntunina. Til að gera þetta er farið í flipann Aðgerðir, flokkinn Afhending og Afhending valin.
-
Hvað framleiðslupantanir ræðir er vöruhúsabeiðnin um tínslu á íhlutum stofnuð þegar stöðu framleiðslupöntunar er breytt í Útgefin eða þegar útgefna framleiðslupöntunin er stofnuð.
-
Þegar vöruhúsabeiðnin hefur verið stofnuð getur einhver sem stofnar tínslu í vöruhúsinu séð að upprunaskjalið sé tilbúið fyrir tínslu og stofnað nýtt tínsluskjal sem byggist á vöruhúsabeiðninni.
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðatínslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Stofnið nýja tínslu.
velja upprunaskjal fyrir birgðatínsluna með því að fylla út reitina Kóti birgðageymslu og Upprunaskjal og velja síðan upprunaskjal í reitnum Upprunanúmer.
Til að velja upprunaskjal, á Heim flipanum í Í vinnslu flokknum, skal velja Sækja upprunaskjal til að skoða lista yfir upprunaskjöl á útleið sem tiltæk eru fyrir tínslu í birgðageymslunni. Á þessum lista eru öll útgefin upprunaskjöl fyrir birgðageymsluna. Veljið skjalið sem á að vinna með og veljið síðan hnappinn Í lagi.
Tínslulínurnar verða fylltar út með línunum í upprunaskjölunum sem eru tilbúnar til tínslu í birgðageymslunni sem tilgreind er.
Birgðatínsla stofnuð í upprunaskjali:
Í upprunaskjalinu, sem getur verið sölupöntun, vöruskilapöntun innkaupa, millifærslupöntun á útleið eða framleiðslupöntun, í flipanum Aðgerðir, í hópnum Vöruhús, skal smella á hnappinn Stofna birgðafrágang/tínslu/hreyfingu.
Í glugganum Stofna birgða Frágang/tínslu í hreyfingu/ veljið reitinn Stofna birgðatínslu. Ef stofna á tiltektarlista skal velja reitinn Prenta fylgiskjal.
Velja hnappinn Í lagi. Birgðatínslan verður stofnuð og ef reiturinn Prenta fylgiskjal er valinn verður tínslulistinn prentaður.
Fleiri en ein birgðatínsla stofnuð með keyrslu:
Opna skal gluggann Stofna frág./tínslu/hreyfingu í birgðum.
Á flýtiflipanum Valkostir skal velja reitinn Stofna birgðatínslu. Ef prenta á tiltektarlista skal velja reitinn Prenta fylgiskjal.
Á flýtiflipanum Vöruhúsabeiðni eru reitirnir Upprunaskjal og Upprunanúmer notaðir til að afmarka eftir tilteknum gerðum fylgiskjala eða sviðum fylgiskjalanúmera. Til dæmis er hægt að stofna tínslu einungis fyrir sölupantanir.
Velja hnappinn Í lagi. Birgðatínslurnar verða stofnaðar og ef reiturinn Prenta fylgiskjal er valinn verður tínslulistinn prentaður.
Til athugunar |
---|
Í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu eru samsetningaríhlutir tíndir með birgðahreyfingum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum. Í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu eru vörur sem settar eru saman í sölupantanir tíndar út tengdri sölupöntun eins og útskýrt er í þessu efnisatriði. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Meðhöndlun íhluta pantanasamsetninga við birgðatínslu” í Birgðatínsla. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |