Opnið gluggann Sjóðstreymisvíddir - upplýsingar.
Birtir ítarlega flokkun á notkun vídda í færslum á tilteknu tímabili.
Færslurnar í skýrslunni eru tengdar tilteknu sjóðstreymisgreiningaryfirliti. Þess vegna eru eingöngu færslur úr víddum eða víddasamsetningum sem teknar eru með í völdu greiningaryfirliti teknar með í skýrslunni. Hægt er að nota skýrsluna til að rannsaka hvaða aðgerðir nota hvaða víddir og hvernig einstakar víddir eru sameinaðar öðrum víddum í einstökum færslum. Til að fá einfaldari greiningu á víddum skal nota Víddir - Heild.
Hægt er að tilgreina hvað eigi að koma fram í skýrslunni með því að fylla út reitina á flipanum Valkostir.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Kóti greiningaryfirlits | Veldu að slá inn kóta fyrir greiningaryfirlit sjóðstreymisins sem á að byggja skýrsluna á. |
Taka víddir með | Veldu að færa inn víddirnar sem eiga að vera í skýrslunni. Aðeins er hægt að velja víddir sem eru í greiningaryfirliti sjóðstreymis sem valið var í reitnum Kóti greiningaryfirlits. |
Afmörkun sjóðstreymisspár | Velja skal númer sjóðstreymisspár. |
Dags.afmörkun | Færa inn afmörkun á dagsetningu til að afmarka færslur eftir dagsetningum. Tilgreina má ákveðna dagsetningu eða tímabil. |
Prenta auðar línur | Valið ef skýrslan á ekki að innihalda víddir og víddargildi sem hafa núllstöðu. Velja hnappinn Prenta til þess að prenta skýrslu eða velja hnappinn Forskoðun til að birta hana á skjánum. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Uppsetning sjóðsstreymisspáa
Vinna með sjóðsstreymisvinnublöð
Greina og prenta sjóðstreymisspár
Hvernig á að skoða sjóðstreymisráðstöfun eftir tímabilum
Hvernig á að: Skoða talnagögn sjóðstreymis
Kynning: Gera sjóðstreymisspár með því að nota fjárhagsskemu
Sjóðstreymi