Opnið gluggann Víddir - Heild.

Birtir flokkun á notkun vídda í færslum á tímabili með notkun heildarupphæða. Í þessari skýrslu er yfirlit yfir víddarupplýsingar sem tengjast tilteknu greiningaryfirliti með því að nota samtölur margra færslna. Þess vegna eru eingöngu samtölur úr víddum eða víddasamsetningum sem teknar eru með í völdu greiningaryfirliti teknar með í skýrslunni.

Hægt er að nota þessa skýrslu til greiningar á notkun vídda í mismunandi aðgerðum auk þess að fá yfirsýn yfir notkun vídda í fyrirtækinu. Eigi að fá ítarlegri flokkun á notkun vídda í tilteknum færslum skal nota skýrsluna Víddir - Sundurliðun.

Valkostir

Reitur Lýsing

Kóti greiningaryfirlits

Færa skal inn kóta greiningaryfirlitsins sem á að byggja skýrsluna á. Reiturinn er valinn til að skoða þá kóða greiningaryfirlita sem hafa verið settir upp greiningaryfirlitaspjaldinu.

Taka víddir með

Reiturinn er sjálfkrafa fylltur út þegar reiturinn Kóti greiningaryfirlits er valinn.

Heiti dálkauppsetningar

Hér má velja dálkauppsetninguna sem á að nota í skýrslunni. Til að velja á milli dálkaútlita sem sett hafa verið upp skal velja reitinn.

Dags.afmörkun

Setja afmörkun til að flokka færslur eftir dagsetningu. Hægt er að færa inn tiltekna dagsetningu eða tímabil.

Heiti fjárhagsáætl.

Veljið áætlunina sem skýrslan er byggð á. Þessi reitur er notaður hafi notandinn tilgreint dálkauppsetningu í reitnum Heiti dálkauppsetningar sem felur í sér áætlunartölur.

Nr. sjóðstreymisspár

Veljið sjóðstreymisspárnúmer sem skýrslan er byggð á þegar Kóti greiningaryfirlits er fært inn fyrir sjóðstreymi.

Prenta auðar línur

Valið ef skýrslan á ekki að innihalda víddir og víddargildi sem hafa núllstöðu.

Sýna upph. í öðrum skýrslugjaldmiðli

Valið ef birta á skýrsluupphæðir í öðrum skýrslugjaldmiðli.

Ábending

Sjá einnig