Opnið gluggann Stofna frág./tínslu/hreyfingu í birgðum.

Stofnar frágangs- eða tínsluskjöl úr einu eða fleiri upprunaskjölum ef vöruhúsið er sett þannig upp að krafist sé frágangs- (en ekki móttöku-) eða tínsluvinnslu (en ekki afhendingarvinnslu) . Með þessari grunnstillingu fyrir vöruhús er einnig hægt að stofna birgðahreyfingar, s.s. að færa vörur í og úr innri aðgerðum sem koma fram í upprunaskjalinu. Upplýsingar úr haus eða línum upprunaskjalsins eru afritaðar í frágangs-, tínslu- eða hreyfingaskjalið.

Til athugunar
Íhluti fyrir samsetningarpöntun er ekki hægt að tína eða bóka með birgðatínslum. Í staðinn skal nota birgðahreyfingar.

Ekki er hægt að stofna birgðatínslu og birgðahreyfingu á sama tíma þar sem þær virka á svipaðan hátt.

Til athugunar
Hér á eftir er mikilvægur mismunur sem er á milli birgðatínslu og birgðahreyfinga:

  • Þegar birgðatínsla er skráð fyrir innri aðgerð, s.s. framleiðslu, er notkun fyrir tínda hluti bókuð samhliða. Þegar birgðahreyfing er skráð fyrir innri aðgerð þarf að skrá raunverulegan flutning nauðsynlegra íhluta að hólfi í rekstrarsvæðinu án þess að bóka notkun.
  • Þegar birgðatínsla er notuð skilgreinir reiturinn Hólfkóti á íhlutalínu framleiðslupöntunar hólfið taka hvaðan íhlutir eru minnkaðir þegar notkun er bókuð. Þegar birgðahreyfingar eru notaðar, skilgreinir reiturinn Hólfkóti í framleiðslupöntunaríhlutalínum hólfið setja í aðgerðasvæðinu þar sem starfsmaður í vöruhúsi verður að setja íhlutina.

Valkostir

Reitur Lýsing

Stofna birgðafrágang

Valið ef stofna á birgðafrágangsskjöl fyrir öll upprunaskjöl sem eru í afmörkuninni og sem frágangsskjalið hentar fyrir.

Stofna birgðatínslu

Valið ef stofna á birgðatínsluskjöl fyrir öll upprunaskjöl sem eru í afmörkuninni og sem birgðatínsluskjal hentar fyrir.

Stofna andhverfa hreyfingu

Valið ef stofna á birgðahreyfingaskjöl fyrir öll upprunaskjöl sem eru í afmörkuninni og sem birgðahreyfingaskjal hentar fyrir.

Prenta fylgiskjal

Valið ef prenta á skýrslu fyrir skjalið. Sérstakar skýrslur verða prentaðar fyrir birgðafrágang, birgðatínslu og birgðahreyfingar.

Sýna villu

Valið ef keyrslan á að stöðvast og birta upplýsingar um hvaða upprunaskjal eða -skjöl innihalda villur. Þennan reit skal nota þegar keyrsla er keyrð fyrir mörg upprunaskjöl.

Ábending

Sjá einnig