Opnið gluggann Stofna frág./tínslu/hreyfingu í birgðum.
Stofnar frágangs- eða tínsluskjöl úr einu eða fleiri upprunaskjölum ef vöruhúsið er sett þannig upp að krafist sé frágangs- (en ekki móttöku-) eða tínsluvinnslu (en ekki afhendingarvinnslu) . Með þessari grunnstillingu fyrir vöruhús er einnig hægt að stofna birgðahreyfingar, s.s. að færa vörur í og úr innri aðgerðum sem koma fram í upprunaskjalinu. Upplýsingar úr haus eða línum upprunaskjalsins eru afritaðar í frágangs-, tínslu- eða hreyfingaskjalið.
Til athugunar |
---|
Íhluti fyrir samsetningarpöntun er ekki hægt að tína eða bóka með birgðatínslum. Í staðinn skal nota birgðahreyfingar. |
Ekki er hægt að stofna birgðatínslu og birgðahreyfingu á sama tíma þar sem þær virka á svipaðan hátt.
Til athugunar |
---|
Hér á eftir er mikilvægur mismunur sem er á milli birgðatínslu og birgðahreyfinga:
|
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Stofna birgðafrágang | Valið ef stofna á birgðafrágangsskjöl fyrir öll upprunaskjöl sem eru í afmörkuninni og sem frágangsskjalið hentar fyrir. |
Stofna birgðatínslu | Valið ef stofna á birgðatínsluskjöl fyrir öll upprunaskjöl sem eru í afmörkuninni og sem birgðatínsluskjal hentar fyrir. |
Stofna andhverfa hreyfingu | Valið ef stofna á birgðahreyfingaskjöl fyrir öll upprunaskjöl sem eru í afmörkuninni og sem birgðahreyfingaskjal hentar fyrir. |
Prenta fylgiskjal | Valið ef prenta á skýrslu fyrir skjalið. Sérstakar skýrslur verða prentaðar fyrir birgðafrágang, birgðatínslu og birgðahreyfingar. |
Sýna villu | Valið ef keyrslan á að stöðvast og birta upplýsingar um hvaða upprunaskjal eða -skjöl innihalda villur. Þennan reit skal nota þegar keyrsla er keyrð fyrir mörg upprunaskjöl. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |