Þegar vöruhúsið er sett upp eru ýmsir valkostir tilgreindir sem varða vinnutilhögun og nákvæmni sem á að beita. Valið ræður því hvernig aðgerðir fara fram í kerfinu. Einn valkosturinn snýst um það hvernig eigi að tína vörur í vöruhúsinu.

Ef ákveðið er að skipuleggja og skrá tínslur með fylgiskjölum í kerfinu er sett gátmerki í reitinn Krefjast tínslu á birgðageymsluspjaldinu. Þetta segir kerfinu að þegar um er að ræða vörur sem þarf að tína fyrir upprunaskjal út á að afgreiða tínsluna og skrá hana í kerfinu. Upprunaskjalið getur verið sölupöntun, innkaupaskilapöntun, millifærslupöntun á útleið eða framleiðslupöntun þar sem á að tína íhluti.

Þegar birgðageymslan er settu svona upp en ekki þannig að hún krefjist afhendingarvinnslu er hægt að stofna skjal af gerðinni Birgðatínsla fyrir hvert upprunaskjal út. Í glugganum Birgðatínsla eru tínsluupplýsingar skipulagðar, niðurstöður tínslu færðar inn og upplýsingarnar bókaðar, sem einnig bókar afhendingu varanna. Hægt er að sjá upplýsingar um bókaðar tínslur í glugganum Bókuð tínsla. Hægt er að sjá upplýsingar um bókaðar tínslur í glugganum Bókuð tínsla. Nánari upplýsingar um notkun skjalsins Birgðatínsla eru í Hvernig á að tína Vörur með Birgðatínslu.

Ef birgðageymslan hefur verið sett upp fyrir bæði tínslu- og afhendingarvinnslu og því verið sett gátmerki bæði í reitinn Krefjast tínslu og Krefjast afhendingar á birgðageymsluspjaldinu er skjalið Vöruhúsatínsla notað. Einnig eru tiltæk tínsluvinnublöð til að skipuleggja tínsluupplýsingarnar áður en leiðbeiningar um vöruhúsatínslu eru útbúnar.   Vöruhúsatínsla er svipuð birgðatínslu, nema í stað þess að bóka tínsluupplýsingar er tínslan skráð. Þetta skráningarferli bókar ekki afhendinguna en gerir vörurnar tiltækar til afhendingar. Nánari upplýsingar um notkun vöruhúsatínslu eru í Hvernig á að tína vörur fyrir vöruhúsaafhendingu.

Sjá einnig