Keyrsla er forritabútur sem vinnur úr gögnum í einni keyrslu líkt og keyrslan Leiðrétta gengi. Til eru keyrslur sem framkvæma reikningstímabilsaðgerðir eins og lokun rekstrarreiknings í lok reikningsárs og Intrastat-skýrslugerð. Margar keyrslur vinna útreikningsvinnu, svo sem útreikning á vöxtum, leiðréttingu á gengi og útreikning á einingaverði.
Keyrslu svipar til skýrslu fyrir utan það að keyrslan nýtir útkomuna til að uppfæra upplýsingar beint, án þess að prenta niðurstöðurnar.
Til að keyra keyrslu
Beiðnigluggi keyrslunnar er opnaður.
Ef flýtiflipinn Valkostir er í boði fyrir keyrsluna er fyllt í reitina á flipanum Valkostir til að tilgreina hvað keyrslan á að gera.
Til að sjá Hjálp fyrir keyrsluna skal smella á F1 í keyrslubeiðniglugganum. Í Hjálp er útskýrt hvernig skal fylla út valkostareitina í glugganum.
Í glugganum kann að vera einn eða fleiri flýtiflipar með afmörkunum sem hægt er að nota til að takmarka hvaða gögn eru innifalin í keyrslunni. Skilyrði eru sett á ráðlagðar afmarkanir eða fleiri afmörkunum bætt við.
Tvær tegundir afmarkana geta verið í boði:
-
Undir hausnum Sýna niðurstöður er hægt að slá inn venjulegar töfluafmarkanir.
-
Undir hausnum Takmarka samtölur við er hægt að slá inn FlowFilters.
Nánari upplýsingar er að finna í FlowFilters og Hvernig á að stilla afmarkanir.
-
Undir hausnum Sýna niðurstöður er hægt að slá inn venjulegar töfluafmarkanir.
Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna skal velja hnappinn Hætta við til að loka glugganum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |