Opnið gluggann Leiðr. kostnað - Birgðafærslur.

Leiðréttir birgðavirði í virðisfærslum til að hægt sé að nota réttan kostnað við uppfærslu fjárhags og til að talnagögn um sölu og hagnað séu rétt. Leiðrétting kostnaðar flytur allar kostnaðarbreytingar úr færslum á innleið, til dæmis færslur fyrir innkaup eða framleiðslufrálag, í viðeigandi færslur á útleið, til dæmis sölu og millifærslur. Þetta gæti átt við eftir bókun birgðafærslu, en er að mestu notað við:

Keyrslan Leiðr. kostnað - Birgðafærslur vinnur aðeins virðisfærslur sem hafa ekki verið lagfærðar. Ef keyrslan þarf að flytja kostnaðarbreytingar á innleið í tengdar færslur á útleið gerir hún það með því að stofna nýjar virðisleiðréttingarfærslur sem byggja á upplýsingum um upphaflegar virðisfærslur en innihalda leiðréttingarupphæðina. Kerfið notar dagsetningu bókunar upphaflegu virðisfærslunnar nema hún sé í lokuðu birgðatímabili. Í því tilfelli notar kerfið upphafsdagsetningu næsta birgðatímabils. Ef birgðatímabil eru ekki notuð tilgreina gögnin í reitnum Bókun leyfð frá í glugganum Fjárhagsgrunnur hvenær leiðréttingarfærslan er bókuð.

Kostnaðarútreikningsaðferðin á hverju birgðaspjaldi ákvarðar hvernig kerfið reiknar leiðréttinguna. Nánari upplýsingar um aðferðir við kostnaðarútreikning má fá í Aðferð kostn.útreiknings.

Keyrslan uppfærir fjárhag ekki sjálfvirkt nema valin hafi verið Sjálfvirk kostnaðarbókun í birgðagrunni. Ef uppfæra á fjárhag handvirkt verður að nota keyrsluna Shortcut iconBóka birgðabreytingar.

Valkostir

Afmörkun vörunúmers: Afmörkun er færð inn í þennan reit til að keyra færsluna Leiðr. kostnað - Birgðafærslur, aðeins fyrir ákveðnar vörur. Ef reiturinn er auður er keyrslan keyrð fyrir allar vörur.

Afmörkun vöruflokks: Afmörkun er færð inn í þennan reit til að keyra færsluna Leiðr. kostnað - Birgðafærslur, aðeins fyrir ákveðna vöruflokka. Ef reiturinn er auður er keyrslan keyrð fyrir allar vörur.

Til athugunar
Hægt er að nota annaðhvort reitinn Afmörkun vörunúmers vörunr. eða Afmörkun vöruflokks, en ekki er hægt að nota þá báða samtímis. Ef þessir afmörkunarreitir eru notaðir verða ekki allar birgðirnar leiðréttar. Helsti tilgangur þessara afmarkana er að takmarka tíma keyrslna í sérstökum tilvikum. Venjulega er kostnaðarleiðréttingarkeyrslan keyrð fyrir allar vörur.

Bóka í fjárhag: Þessi reitur er tiltækur ef sjálfvirk kostnaðarbókun er valin í birgðagrunni. Ef gátmerki er sett í þennan reit bókar kerfið birgðavirði í birgðareikninga í fjárhag á meðan keyrslunni stendur.

Ef gátmerki er ekki sett í þennan reit bókar kerfið ekki leiðrétt birgðavirði í fjárhag sjálfkrafa. Því verður að keyra keyrsluna Bóka birgðakostnað í fjárhag sérstaklega til að tryggja að þessi gildi séu bókuð í fjárhag.

Mikilvægt
Einnig er hægt að setja kerfið upp þannig að sjálfvirk kostnaðarleiðrétting sé framkvæmd í hvert skipti sem birgðafærslur eru bókaðar. Það gerir notandanum kleift að vinna með nákvæmari birgðastöðu og verðmæti vinnu í gangi og framlegðartölur án þess að treysta á að aðrir notendur keyri Leiðr. kostnað - Birgðafærslur reglulega.

Til athugunar
Keyrslan Leiðr. kostnað - Birgðafærslur er alls ekki sú sama og keyrslan Leiðr. birgðakostnað/verð, sem notuð er til að gera leiðréttingar á birgðaspjaldinu birgðaeiningaspjaldinu.

Ábending