Tilgreinir þennan reit til að leyfa kerfinu að bóka áætlaðan kostnað í bráðabirgðareikninga í fjárhag til meta kostnað móttekinna vara fyrir móttöku innkaupareikningsins.
Viðbótarupplýsingar
Ef gátmerki er sett í þennan reit og virðisbókanir áætlaðs kostnaðar eru til staðar bókar kerfið virðisfærslur áætlaðs kostnaðar í fjárhaginn næst þegar keyrslan Bóka birgðabreytingar er keyrð.
Áætlaður kostnaður er bókaður á bráðabirgðareikninga í fjárhag. Ef ætlunin er að bóka áætlaðan kostnað þarf að setja upp bráðabirgðareikninga fyrir viðeigandi bókunarflokka.
Til athugunar |
---|
Ef reiturinn Væntanl. kostn. bók. í fjárhag, reiturinn Sjálfvirk kostnaðarbókun eða reiturinn Sjálfvirk kostnaðarleiðrétting er gerður virkur fjölgar færslum og gögnum í kerfinu við hverja bókun. Þetta gæti dregið verulega úr vinnsluhraða í gagnagrunninum. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |