Opnið gluggann Birgðir - Afstemming fjárhags.
Tilgreinir stöðu afstemmingar á milli undirskipaðrar birgðabókar og fjárhags. Aðgerðir verkfærisins Birgðir - Afstemming fjárhags eru eftirfarandi:
-
Sýnir mun á afstemmingu með því að bera saman skráningar í fjárhag og birgðahöfuðbók (virðisfærslur).
-
Sýnir óafstemmdar kostnaðarupphæðir í virðisfærslum í fjárhag eins og þeim væri varpað í samsvarandi birgðatengda reikninga í fjárhag og ber saman við samtölur sem raunverulega eru skráðar í sömu reikninga í fjárhag.
-
Sýnir uppbyggingu fjárhags með tvöföldum færslum með myndrænni uppsetningu gagna. KSV-færsla hefur t.d. samsvarandi birgðafærslu.
-
Gerir notendum kleift að kafa niður og sjá færslur sem kostnaðarupphæð er samsett úr.
-
Er með afmörkunum svo hægt sé að þrengja greiningu eftir dagsetningu, vöru og birgðageymslu.
-
Skýrir ástæður fyrir frávikum í afstemmingu með skilaboðum með upplýsingum.
Heitisdálkurinn lengst til vinstri sýnir mismunandi gerðir fjárhagsreikninga sem eru tengdar birgðum.
Dálkarnir Birgðir, Birgðir (bráðab.) og VÍV-birgðir sýna reikningsfærðar og óreikningsfærðar samtölur og VÍV-samtölur fyrir hverja gerð fjárhagsreiknings. Þær eru reiknaðar með virðisfærslum, það er, samtölunum er varpað í þær gerðir fjárhagsreikninga þar sem þær munu enda þegar þær eru bókaðar endanlega í fjárhag.
Summudálkurinn sýnir samtölu (með feitu letri) upphæða virðisfærslna í birgðadálkunum þremur.
Summudálkur fjárhags sýnir upphæðirnar (feitletrað) fyrir hvern fjárhagsreikning sem er að finna innan Fjárhags. Þær eru reiknaðar með fjárhagsfærslum, það er tákna birgðakostnað sem þegar hefur verið bókaður í Fjárhag.
Dálkurinn Mismunur sýnir muninn á Summudálki fjárhags og Samtals.
Efst í glugganum Birgðir - Afstemming fjárhags er hægt að færa inn afmarkanir, t.d. fyrir tímabil sem ætlunin er að fá upplýsingar um.
Ef gátmerki er sett í reitinn Sýna viðvörun og misræmi er á milli birgðasamtala og fjárhagssamtala birtir kerfið skilaboð í viðvörunarreit grindarinnar þar sem misræmið er útskýrt. Ef viðvörunarreiturinn er valinn birtir kerfið meiri upplýsingar um merkingu viðvörunarinnar.
Þegar búið er að færa inn allar viðeigandi afmarkanir er smellt á Sýna fylki. Gögnin eru reiknuð og fylkisglugginn kemur upp.
Í dálkinum lengst til vinstri í grindinni sjást ýmsar tegundir fjárhagsreikninga sem tengjast birgðunum. Grindin sýnir því næst reikningsfærðar, óreikningsfærðar og VÍV birgðasamtölur fyrir hverja reikningstegund. Kerfið reiknar þessar samtölur úr virðisfærslunum.
Næstu dálkar sýna samtölur sömu reikningstegunda sem reiknaðar voru úr fjárhagsfærslunum.
Smellt er á upphæð í samtölureitunum til að sjá birgðaskýrslufærslurnar sem voru notaðar við útreikninginn. Fyrir birgðasamtölur eru birgðaskýrslufærslurnar summur virðisfærslna fyrir vörurnar. Fyrir fjárhagssamtölur eru birgðaskýrslufærslurnar summur úr fjárhagsfærslum.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |