Opnið gluggann Bóka birgðabreytingar - Prófun.
Skráir breytingar á magni og virði birgða í birgða- og virðisfærslur þegar birgðafærslur (til dæmis söluafhending eða innkaupamóttaka) eru bókaðar. Hafi sjálfvirk kostnaðarbókun ekki verið valin í birgðagrunni skráir forritið birgðakostnað ekki sjálfvirkt í birgðareikninga í fjárhag. Þetta verður að gera sérstaklega keyrslunni Bóka birgðabreytingar.
Þegar keyrslan Bóka birgðakostnað í fjárhag er keyrð gætu komið upp villur vegna uppsetningar vídda eða stillinga. Kerfið yfirskipar eða sleppir því að bóka færslur þegar það verður vart við villur. Hægt er að koma í veg fyrir villur í bókun birgðakostnaðar með því að keyra skýrsluna Bóka birgðabreytingar - Prófun. Prófunarskýrslan telur upp allar þær villur sem kerfið rekst á meðan á prufubókuninni stendur. Þá er hægt að lagfæra villurnar og keyra birgðabókunina með vissu um að allar færslur bókist.
Áður en annað hvort keyrslan eða prófunarskýrslan er keyrð skal keyra keyrsluna Leiðr. kostnað - Birgðafærslur.
Valkostir
Bókunaraðferð: Keyrslan getur annað hvort prófað bókun birgðavirðis í fjárhag, á hvern birgðaflokkunarslóð eða á hverja virðisfærslu. Ef bókað er á hverja færslu fæst nákvæm sundurliðun á því hvaða áhrif birgðir hafa á fjárhaginn.
Til athugunar |
---|
Ef prófunarskýrslan er keyrð með valkostinum Á bókunarflokk og villa kemur upp getur verið erfitt að finna út hvar vandinn liggur þar sem skýrsan sýnir aðeins fyrstu færsluna sem olli villu í bókunarflokknum. Það gætu verið fleiri rangar færslur í bókunarflokknum. Þar af leiðandi verður einnig erfiðara að ákvarða hvar allar villur koma upp. Af þessum sökum er mælt með því að keyra prófunarskýrsluna með valkostinum Á færslu. |
Númer fylgiskjals: Í þennan reit má tilgreina fylgiskjalsnúmer ef aðgerðin Bóka eftir bókunarflokki var valin. Númer fylgiskjalsins kæmi fram í bókuðum færslum ef þetta væri raunveruleg bókun í fjárhag.
Sýna vídd: Setja skal gátmerki í þennan reit til að fylla út víddir fyrir hverja færslu eða hvern bókunarflokk í skýrslunni.
Sýna aðeins viðvaranir: Setja skal gátmerki í þennan reit til að sýna aðeins færslur sem valda villum. Ef gátmerkið er ekki sett í þennan reit sýnir skýrslan aðeins færslur sem hægt væri að bóka í fjárhag.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |