Þegar færslubók eða fylgiskjal milli fyrirtækja er bókað eða pantanastaðfesting milli fyrirtækja er send fara færslurnar í milli-fyrirtækja úthólfið. Til að þær verði sendar til milli-fyrirtækjafélaga þarf að opna úthólfið og vinna úr þeim.

Umsjón með færslum milli fyrirtækja á útleið:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn MF-úthólfsfærslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum MF-úthólfsfærslur veljið færsluna. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Úthólfsfærslur, skal velja Sundurliðun til að sjá upplýsingar um færslu.

  3. Í glugganum MF-úthólfsfærslur færið inn valkosti í reitinn Línuaðgerð fyrir hverja færslu.

  4. Hægt er að fylla reitinn út í hverri línu fyrir sig eða velja nokkrar línur. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Setja línuaðgerð og veljið svo viðeigandi valkost.

  5. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Ljúka línuaðgerðum og veljið svo hnappinn í glugganum sem birtist.

  6. Ef einhver lína í úthólfinu inniheldur Senda til MF-félaga í reitnum Línuaðgerð hefur hver lína verið send í innhólf viðkomandi félaga.

  7. Ef einhver af línunum inniheldur Skila í innhólf í reitnum Línuaðgerð hafa þær verið fluttar í innhólfið. Hægt er að samþykkja þær í innhólfinu. Fylgiskjöl eða færslubókarlínur verða síðan stofnaðar í fyrirtækinu.

  8. Ef einhver af línunum inniheldur Hætta við í reitnum Línuaðgerð skal bóka leiðréttingu á upphaflegu færslunni sem bókuð var í fyrirtækinu.

Ábending

Sjá einnig