Búa þarf til sjóðsstreymisspárspjald og klára samsvarandi uppsetningu fyrir hverja sjóðsstreymisspá. Til dæmis er hægt að setja upp sjóðsstreymisspárspjald fyrir hvern mánuð til að reikna út áætlað sjóðinnstreymi og -útstreymi í fyrirtækinu og vista gildin sem sögu.
Til að setja upp sjóðstreymisspár
Í reitnum Leit skal færa inn Sjóðstreymisspá og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim, í flokknum Nýtt, skal velja Nýtt til að setja upp nýja sjóðstreymisspá.
Í reitnum Nr. er stutt á færslulykilinn til að nota næsta númeri úr númeraröð. Reiturinn er nauðsynlegur.
Í reitnum Lýsing færið inn lýsing fyrir sjóðstremisspá.
Veljið gátreitinn Íhuga afslátt til að hafa afslætti sem ekki er úthlutað í færslum og skjölum í sjóðstreymisspá.
Veljið gátreitinn Íhuga greiðsl.afsl. vikm. dags. ef nota á vikmarkadagsetningu greiðsluafsláttar þegar dagsetning sjóðstreymis er reiknuð.
Til athugunar Hægt er að velja gátreitinn eingöngu ef gátreiturinn Íhuga afslátt er valinn. Veljið gátreitinn Íhuga greiðsl. vikm. upphæð til að nota upphæðir greiðsluvikmarka úr bókuðum færslum viðskiptamanna og lánardrottna auk upphæða greiðsluvikmarka úr fjárhag fyrir sölu- og innkaupapantanir í sjóðstreymisspá.
Veljið gátreitinn Íhuga CF greiðsluskilmála til að nota Greiðsluskilmálakóti sjóðstreymis sem hefur verið settur upp fyrir viðskiptamann og Greiðsluskilmálakóti sjóðstreymis sem hefur verið settur upp fyrir lánardrottin. Ef gátreiturinn er ekki valinn verða greiðsluskilmálar úr bókuðum fjárhagsfærslum viðskiptamanna eða lánardrottna og sölu-, þjónustu- eða innkaupapantanir notaðar.
Veljið gátreitinn Sýna í myndriti í Mitt hlutverk til að birta myndrit sjóðstreymisspár í Mínu hlutverki.
Í reitnum Fjárhagsætlun frá færið inn upphafsdagsetningu þaðan sem nota á áætlunargildi úr fjárhag í sjóðsstreymisspá.
Í reitnum Fjárhagsáætlun til færið inn lokadagsetningu þaðan sem nota á áætlunargildi úr fjárhag í sjóðsstreymisspá.
Handvirkar greiðslur eru bæði handvirkar tekjur og handvirkur kostnaður. Í reitnum Handvirkar greiðslur frá skal færa inn upphafsdagsetningu þaðan sem handvirkar tekjur og handvirkur kostnað eigi að vera teknar með í sjóðsstreymisspá. Í reitnum Handvirkar greiðslur til skal færa inn lokadagsetningu þaðan sem handvirkar tekjur og handvirkur kostnað á að vera tekinn með í sjóðsstreymisspá.
Til að bæta athugasemdum við sjóðstreymisspár
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Sjóðstreymisspá, skal velja Athugasemdir til að færa inn viðbótarupplýsingar í sjóðsstreymisspá. Þessar aukaupplýsingar geta verið um innihald reitanna í spjaldinu. Þessum athugasemdum er bætt við sem textalínum.
Velja hnappinn Í lagi til að loka glugganum.
Til athugunar |
---|
Þessi aðgerð er valfrjáls. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Greiðsluskilmálakóti sjóðstreymis
Greiðsluskilmálakóti sjóðstreymis
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp myndrit fyrir sjóðstreymisreikningaHvernig á að grunnstilla reikninga fyrir sjóðstreymisuppsetningu
Hugtök
Dagsetningar og upphæðir sjóðsstreymisspárDæmi: Útreikningur á dagsetningum sjóðstreymis og upphæðum opinna reikninga
Yfirlit yfir sjóðstreymi