Opnið gluggann Sjóðstreymisáætlunarspjald.
Tilgreinir sjóðstreymisspár til að reikna sjóðinnstreymi og sjóðútstreymi fyrirtækisins og til að vista gildin í feril. Til dæmis er hægt að setja upp sjóðsstreymisspá fyrir hverja viku eða hvern mánuð.
Hver sjóðsstreymisspá á sitt eigið sjóðstreymisspárspjald. Fyrir hverja sjóðsstreymisspá verður að setja upp spjald þar sem tilgreindar eru grunnupplýsingar um viðskiptamanninn, svo sem sjóðsstreymisspárnúmer, afsláttur, greiðsluskilmálar, handskráður kostnaður og handskráðar tekjur.
Flýtiflipinn Almennt:
Flýtiflipinn hefur eftirfarandi lykilreiti.
Reitur | Lýsing | ||
---|---|---|---|
Nr. | Tilgreinir númer fyrir sjóðsstreymisspá. Nota má eina af eftirfarandi aðferðum:
| ||
Íhuga afslátt | Valið til að láta staðgreiðsluafslátt sem úthlutað er í færslum og fylgiskjölum endurspeglast í sjóðstreymisspá. | ||
Íhuga greiðsl.afsl. vikm. dags. | Valið ef nota á vikmarkadagsetningu greiðsluafsláttar þegar dagsetning sjóðstreymis er reiknuð. Þennan kost er aðeins hægt að velja ef valið er að taka afsláttinn með í reikninginn. | ||
Íhuga greiðsl. vikm. upphæð | Veljið til að nota upphæðir greiðsluvikmarka úr bókuðum færslum viðskiptamannabókar og lánardrottnabókar auk upphæða greiðsluvikmarka úr fjárhag fyrir sölu- og innkaupapantanir í sjóðstreymisspá. | ||
Íhuga CF greiðsluskilmála | Valið ef nota á greiðsluskilmála sjóðstreymis sem skilgreindir eru fyrir viðskiptamenn eða lánardrottna.
| ||
Fjárhagsætlun frá | Færa inn upphafsdagsetningu þaðan sem nota á áætlunargildi úr fjárhag í sjóðsstreymisspá. | ||
Fjárhagsáætlun til | Færa inn lokadagsetningu þaðan sem nota á áætlunargildi úr fjárhag í sjóðsstreymisspá. | ||
Handvirkar greiðslur frá | Færa inn upphafsdagsetningu þar sem handvirkar greiðslur skulu teknar með í sjóðstreymisspá. | ||
Handvirkar greiðslur til | Færa inn lokadagsetningu þegar handvirkar greiðslur skulu teknar með í sjóðstreymisspá. | ||
Sýna í Myndrit í Mitt hlutverk | Valið til að birta myndrit sjóðstreymis í Mínu hlutverki.
|
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Hvernig á að setja upp myndrit fyrir sjóðstreymisreikninga
Hvernig á að setja upp lausafé fyrir sjóðstreymisspár
Hvernig á að grunnstilla reikninga fyrir sjóðstreymisuppsetningu
Hvernig á að handskrá tekjur
Hvernig á að handskrá kostnað
Yfirlit yfir sjóðstreymi
Uppsetning sjóðsstreymisspáa
Vinna með sjóðsstreymisvinnublöð
Greina og prenta sjóðstreymisspár
Dagsetningalisti fyrir sjóðstreymi