Opnið gluggann Sjóðstreymisáætlunarspjald.

Tilgreinir sjóðstreymisspár til að reikna sjóðinnstreymi og sjóðútstreymi fyrirtækisins og til að vista gildin í feril. Til dæmis er hægt að setja upp sjóðsstreymisspá fyrir hverja viku eða hvern mánuð.

Hver sjóðsstreymisspá á sitt eigið sjóðstreymisspárspjald. Fyrir hverja sjóðsstreymisspá verður að setja upp spjald þar sem tilgreindar eru grunnupplýsingar um viðskiptamanninn, svo sem sjóðsstreymisspárnúmer, afsláttur, greiðsluskilmálar, handskráður kostnaður og handskráðar tekjur.

Flýtiflipinn Almennt:

Flýtiflipinn hefur eftirfarandi lykilreiti.

Reitur Lýsing

Nr.

Tilgreinir númer fyrir sjóðsstreymisspá. Nota má eina af eftirfarandi aðferðum:

  • Ef stofnuð hefur verið sjálfgefin númeraröð fyrir sjóðstreymisspána í reitnum Nr. raðar sjóðstreymisspár er stutt á færslulykilinn til að kerfið fylli sjálfkrafa út þennan reit með næsta númeri í röðinni.
  • Ef númeraröð hefur ekki verið sett upp fyrir sjóðstreymisspána eða ef reiturinn Handfærð nr.röð er valinn fyrir númeraröðina er hægt að færa númer inn handvirkt. Númerið auðkennir sjóðsstreymisspána og er notað þegar áætluð gildi eru skráð úr sjóðstreymisvinnublaðinu. Ekki er hægt að fylla út hina reitina í töflunni fyrr en númer hefur verið tilgreint í þessum reit.

Íhuga afslátt

Valið til að láta staðgreiðsluafslátt sem úthlutað er í færslum og fylgiskjölum endurspeglast í sjóðstreymisspá.

Íhuga greiðsl.afsl. vikm. dags.

Valið ef nota á vikmarkadagsetningu greiðsluafsláttar þegar dagsetning sjóðstreymis er reiknuð. Þennan kost er aðeins hægt að velja ef valið er að taka afsláttinn með í reikninginn.

Íhuga greiðsl. vikm. upphæð

Veljið til að nota upphæðir greiðsluvikmarka úr bókuðum færslum viðskiptamannabókar og lánardrottnabókar auk upphæða greiðsluvikmarka úr fjárhag fyrir sölu- og innkaupapantanir í sjóðstreymisspá.

Íhuga CF greiðsluskilmála

Valið ef nota á greiðsluskilmála sjóðstreymis sem skilgreindir eru fyrir viðskiptamenn eða lánardrottna.

Til athugunar
Ef gátreiturinn er valinn en greiðsluskilmálar sjóðstreymis hafa ekki verið skilgreindir fyrir viðskiptavini eða lánardrottna verða staðlaðir greiðsluskilmálar notaðir.

Fjárhagsætlun frá

Færa inn upphafsdagsetningu þaðan sem nota á áætlunargildi úr fjárhag í sjóðsstreymisspá.

Fjárhagsáætlun til

Færa inn lokadagsetningu þaðan sem nota á áætlunargildi úr fjárhag í sjóðsstreymisspá.

Handvirkar greiðslur frá

Færa inn upphafsdagsetningu þar sem handvirkar greiðslur skulu teknar með í sjóðstreymisspá.

Handvirkar greiðslur til

Færa inn lokadagsetningu þegar handvirkar greiðslur skulu teknar með í sjóðstreymisspá.

Sýna í Myndrit í Mitt hlutverk

Valið til að birta myndrit sjóðstreymis í Mínu hlutverki.

Til athugunar
Hægt er að velja gátreitinn fyrir einungis eina sjóðsstreymisspá í einu.

Ábending

Sjá einnig