Notaður er ytri þjónustuveitandi til að skiptast á rafrænum skjölum við viðskiptafélögum. Frekari upplýsingar eru í Gagnaskipti.

Setja upp skjalaskiptaþjónustu

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Uppsetning skjalaskiptaþjónustu og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Fylla inn í reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    Reitur Lýsing

    Notandagerandi

    Færa inn allan texta sem hægt er að nota til að auðkenna fyrirtækið í skjalaskiptaferlinu.

    Leigjandakenni Doc. Exch.

    Færa skal inn leigjanda í skjalaþjónustan sem stendur fyrir fyrirtækið. Hann er gefinn upp af hálfu veitanda skjalaskiptiþjónustunnar.

    Virkt

    Tilgreina hvort þjónustan er virkjuð.

    Til athugunar
    Um leið og þjónustan er virkjuð eru stofnaðar að minnsta kosti tvær verkraðarfærslur til að meðhöndla umferð rafrænna skjala inn og út úr Microsoft Dynamics NAV. Þegar þú slekkur á þjónustu er verkraðarfærslum eytt.

    Innskráningarvefslóð

    Tilgreina vefsíðuna þar sem nýskráning fyrir skjalskiptiþjónustuna fer fram.

    Vefslóð þjónustu

    Tilgreina veffang skjalaskiptiþjónustunna sem verður kölluð þegar rafræn skjöl eru send og tekið við þeim.

    Vefslóð innskráningar

    Tilgreina innskráningarsíðu fyrir skjalaskiptiþjónustuna, sem er þar sem slegið er inn notandanafn og aðgangsorð fyrirtækis til að skrá sig inn í þjónustuna.

    Lykill neytanda

    Færa skal inn þríliða OAuth-lykilinn fyrir neytendalykilinn. Hann er gefinn upp af hálfu veitanda skjalaskiptiþjónustunnar.

    Leynilykill neytanda

    Færa skal inn leyndarmálið sem verndar neytendalykilinn. Hann er gefinn upp af hálfu veitanda skjalaskiptiþjónustunnar.

    Tákn

    Færa skal inn þríliða OAuth-lykilinn fyrir tákn. Hann er gefinn upp af hálfu veitanda skjalaskiptiþjónustunnar.

    Leynilykill tákns

    Færa skal inn leyndarmálið sem verndar táknið. Hann er gefinn upp af hálfu veitanda skjalaskiptiþjónustunnar.

Til athugunar
Mælt er með því að vernda innskráningarupplýsingar sem slegnar eru inn í Uppsetning skjalaskiptaþjónustu gluggann. Hægt er að dulrita gögn á Microsoft Dynamics NAV netþjóninum með því að stofna nýjan dulritunarlykil eða flytja inn fyrirliggjandi lykla sem eru virkjaðir er á Microsoft Dynamics NAVnetþjónstilviki sem tengist við gagnagrunninn. Þessu er lýst í eftirfarandi ferli.

Til að dulrita innskráningarupplýsingar

  1. Í glugganum Uppsetning skjalaskiptaþjónustu á flipanum Heim í flokknum Dulritun, skal velja Stjórna dulritun.

  2. Í glugganum Stjórnun dulritunar, virkja dulritun gagnanna. Frekari upplýsingar eru í Stjórna gagnadulritun.

Ábending

Sjá einnig