Þetta efni á við um Microsoft Dynamics C5 2016 og lausnir sem nota Simplified UX hluti.
Innkaupareikningur er stofnaður til að skrá kostnaðarverð keyptra vara og til að rekja viðskiptaskuldir. Ef stjórna þarf birgðum eru innkaupareikningar líka notaðir til að uppfæra birgðastig gagnvirkt svo að hægt sé að lágmarka birgðakostnað og veita betri þjónustu við viðskiptavini. Innkaupakostnaður, að þjónustukostnaði meðtöldum, og birgðavirði sem leiðir af bókun innkaupareikninga verða hluti af framlegðartölum og öðrum fjárhagslegum afkastavísum í Mitt hlutverk.
Til athugunar |
---|
Ef ekki þarf að stjórna birgðum eða skoða uppfærðar hagnaðartölur þarf ekki að nota innkaupareikninga til að skrá innkaup. Þess í stað getur þú unnið innkaup beint þegar tengdar greiðslur verða á gjalddaga. Til dæmis ef aðeins er verslað eftir þörfum í gegnum lánardrottnalykla sem eru með mánaðarlegt uppgjör eða ef samskiptin við lánardrottininn taka eingöngu til kostnaðar er hægt að velja að vinna aðeins tengdu greiðsluna sem hluta af viðskiptaskuldaferlinu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Afstemma greiðslur handvirkt. |
Þegar þú tekur við birgðavörum eða þegar innkaupaaðgerð er lokið bókarðu innkaupareikninginn til að uppfæra birgðir og fjármálaskrár og til að virkja greiðslu til lánardrottins, samkvæmt greiðsluskilmálum.
Viðvörun |
---|
Ekki bóka innkaupareikning þar til vörur eru mótteknar og lokakostnaður er vitaður, þ.m.t. viðbótargjöld. Annars kunna birgðagildi og hagnaðartölur er vera röng. |
Hægt er að leiðrétta eða afturkalla bókaðan innkaupareikning áður en lánardrottinn fær greitt. Þetta er gagnlegt þegar leiðrétta á innsláttarmistök eða breyta kaupunum snemma í pöntunarferlinu. Frekari upplýsingar eru í Leiðrétta eða afturkalla ógreidda innkaupareikninga. Ef þegar hefur verið greitt fyrir vörur á bókuðum innkaupareikningi, þá verður að búa til innkaupakreditreikning til að snúa við innkaupunum. Frekari upplýsingar eru í Meðhöndlun innkaupaskila eða afturkallana.
Framleiðsluvörur geta bæði verið birgðavörur og þjónusta. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að Skrá nýjar vörur. Innkaupareikningaferlið er það sama fyrir báðar vörutegundir.
Til athugunar |
---|
Í Microsoft Dynamics C5 2016 og lausnir sem nota Simplified UX hluti og í þessu viðfangsefni, eru framleiðsluvörur tilgreindar með heitinu „vara.“ |
Hægt er að fylla út efstu flýtiflipana í sölutilboðinu með tveimur leiðum, eftir því hvort viðskiptamaðurinn hefur þegar verið skráður. Þetta er gefið til kynna með öðrum skrefum, 3.1. til 3.5. í eftirfarandi ferli.
Að Stofna innkaupareikning
Í Mitt hlutverk skal velja Opna innkaupareikninga.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitnum Nafn lánardrottins er fært inn nafn núverandi lánardrottins.
Aðrir reitir á flýtiflipanum Innkaupareikningur eru nú fylltir út með stöðluðum upplýsingum um viðskiptamanninn sem valinn hefur verið. Ef lánardrottinn er ekki skráður, fylgið eftirfarandi skrefum:
Í reitnum Nafn lánardrottinn er fært inn nafn núverandi lánardrottins og reiturinn yfirgefinn.
Í svarglugganum sem birtist skal velja hnappinn Já.
Í glugganum Lánardrottinasniðmát, skal velja sniðmát til að byggja nýja lánardrottnaspjaldið á og veljið hnappinn Í lagi.
Nýtt viðskiptamannaspjald opnast, fyrirfram fyllt út með upplýsingnum á valda viðskiptamannasniðmátinu. Reiturinn Heiti er fyrirfram fylltur út með nafni nýja lánardrottinsins sem fært var inn á innkaupareikninginn í skrefi 3.1.
Fyllið svo út reiti á lánardrottnaspjaldinu sem ekki voru fylltir út fyrirfram í sniðmátinu og reitunum sem sérstaklega eru ætlaðir nýjum lánardrottni, eins og heimilisfang og tengiliðaupplýsingar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að Skrá nýja lánardrottna.
Þegar lokið hefur verið við lánardrottinsspjaldið skal velja hnappinn Loka til að fara aftur í gluggann Innkaupareikningur.
Margir reitir í glugganum innkaupareikningur eru útfylltir með upplýsingar sem tilgreindar eru á nýju lánardrottinnspjaldi í skrefi 3.4. Alla reiti sem ekki eru fylltir út fyrirfram má nú fylla út beint á innkaupareikningnum.
Fylla inn í reitina í flokknum Reikningsupplýsingar eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Bókunardags.
Tilgreinið dagsetninguna þegar skrá á bókun innkaupareikningsins. Dagsetningin í dag er sjálfkrafa færð inn.
Dags. fylgiskjals
Tilgreinið dagsetningu sem þú vilt skrá sem sköpunardagsetningu. Dagsetningin í dag er sjálfkrafa færð inn.
Væntanleg móttökudags.
Tilgreinið dagsetninguna sem áætlað er að vörurnar á innkaupareikningnum verði mótteknar. Dagsetningin í dag er sjálfkrafa færð inn.
VSK viðsk.bókunarflokkur
Tilgreinið VSK-skilgreiningu lánardrottinsins til að tengja færslur sem búnar eru til fyrir þennan lánardrottinn með viðeigandi fjárhagsreikning samkvæmt VSK-bókunargrunninum.
Reikningsnr. lánardr.
Tilgreinið númerið á reikningsskjalinu frá lánardrottninum. Reiturinn er nauðsynlegur.
Fylla inn í reitina í flokknum Greiðsluupplýsingar eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Kóti greiðsluskilmála
Tilgreinið forskilgreindan kóða fyrir reikningsregluna sem reiknar gjalddagann, dagsetningu staðgreiðsluafsláttar og upphæð staðgreiðsluafsláttar á innkaupareikningi lánardrottinsins.
Gjalddagi
Tilgreinið hvenær þarf að greiða innkaupareikninginn.
Sjálfgefið er að reiturinn reiknist sem dagsetningin í reitnum Bókunardags. plús tímabilið sem skilgreint er í reitnum Kóti greiðsluskilmála.
Greiðsluháttarkóti
Tilgreinir fyrirframgefinn kóða fyrir greiðslumátann sem lánardrottinn óskar eftir að öllu jöfnu, eins og millifærsla í banka eða ávísun.
Fyllið út í reitina á flýtiflipanum Aðsetur lánardrottins sem greitt er til með öðru reikningsaðsetri. Ef Flýtiflipinn er ekki sýnilegur skal velja Borgunaraðsetur í flokknum Skoða á flipanum Forsíða.
Til athugunar Í reitnum Nafn getur þú slegið inn lánardrottin sem er ekki skráð ennþá. Í því tilfelli verður þú að fylgja sömu leiðbeiningum sem lýst er í skrefum 3.1 til 3.5. Efstu flýtifliparnir á innkaupareikningnum eru útfylltir. Fyllið svo út innkaupareikningslínurnar með birgðavöru eða þjónustu sem keypt er af lánardrottninum.
Til athugunar Ef endurteknar innkaupalínur hafa verið settar upp fyrir lánardrottinn, svo sem mánaðarlegar áfyllingarpantanir, er hægt að færa línuna inn í reikninginn með því að velja hnappinn Ítrekaðar innkaupalínur. Í flýtiflipanum Línur í reitnum Vörunúmer er sleginn inn fjöldi birgðavöru eða þjónustu.
Í reitnum Magn er fjöldi vara sem á að selja færður inn.
Til athugunar Fyrir vörur af tegundinni Þjónusta er magnið tímaeining, t.d. klukkutímar, eins og gefið er til kynna í reitnum Mælieiningarkóti í línunni Reiturinn Línuupphæð uppfærist til að sýna að gildið í reitnum Innk.verð margfaldast með gildinu í reitnum Magn.
Verð- og línuupphæðirnar eru sýndar með eða án VSK, en það fer eftir því hvað var valið í reitnum Verð með VSK á lánardrottinsspjaldinu.
Endurtaktu skref 7 og 8 fyrir hverja vöru sem þú vilt kaupa frá lánardrottni.
Heildarstærðirnar sem eru sýndar neðst á innkaupareikningnum reiknast sjálfvirkt eftir því sem línunum er breytt eða nýjar línur eru búnar til.
í reitnum Reikningsafsláttarupphæð færið inn upphæð sem draga á frá gildinu sem sýnt er í reitnum Heildarupphæð með VSK neðst á reikningnum.
Til athugunar Ef reikningsafslættir hafa verið settir upp fyrir lánardrottinn, er tilgreint prósentugildi sjálfvirkt fært inn í reitinn Reikningsafsláttur lánardrottins % ef viðmiðum hefur verið mætt og upphæðin færð inn í reitinn Reikningsafsláttarupphæð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp reikningsafsláttarskilmála. Á flipanum Heim, í flokknum Bókun, skal velja Bóka.
Innkaupin eru nú skráð í birgðafærslum og fjármálafærslum og greiðsla lánardrottins er virkjuð. Innkaupareikningurinn er fjarlægður af lista innkaupareikninga og skipt út fyrir nýtt fylgiskjal á lista bókaðra innkaupareikninga, sem er aðgengilegur úr Mitt hlutverk.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |