Ef greiðsla í bankanum er ekki tilgreind með fylgiskjali í Microsoft Dynamics NAV 2013 R2, er hægt að opna fyrirfram útfyllta færslubókarlínu úr glugganum Skráning greiðslna til að bóka greiðsluna beint á mótreikninginn án þess að bóka greiðsluna í fylgiskjal. Að öðrum kosti er hægt að skrá greiðsluna í færslubókina þar til uppruni greiðslunnar hefur verið skýrður.
Greiðslur skráðar eða bókaðar án tengdra fylgiskjala
Í reitnum Leit skal færa inn Skráning greiðslna og velja síðan viðkomandi tengil.
Skráið svo óskjalaða greiðslu.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt er valið Færslubók.
Glugginn Færslubók opnast með eina línu fyrirfram útfyllta með mótreikningi bókarkeyrslunnar sem er sett upp í glugganum Uppsetning skráningar greiðslna.
Fylla er inn í eftirstandandi reiti á færslubókarlínu, eins og upphæðina og viðskiptamannanúmer eða aðrar upplýsingar af bankayfirlitinu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að fylla út og bóka færslubækur og greiðslubók.
Hægt er að annað hvort bóka færslubókarlínuna til að uppfæra heildarupphæðina á mótreikningnum. Að öðrum kosti er hægt að skilja færslubókarlínuna eftir óbókaða og ef til vill bæta við athugasemd um að greiðslan þarfnist frekari skoðunar. Frekari upplýsingar eru í Write Notes.
Ef færslubókarlínan er óbókuð, bætir hún við gildinu úr reitnum Óbókuð staða á botni gluggans Skráning greiðslna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |