Glugganum Skráning greiðslna er ætlað að veita aðstoð í verkum sem þarf til að stemma af innanhúsreikninga með raunverulegum sjóðstölum til að tryggja skilvirka söfnun frá viðskiptamönnum og greiðslur til lánardrottna. Það sýnir útistandandi væntanlega innkomu á línum sem tákna söluskjöl þar sem upphæð er fallinn á gjalddaga. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Afstemma greiðslur handvirkt.
Venjulega, ef greiðsla hefur verið gerð, skráð í bankanum eða á annan hátt, eru tengd sölu eða innkaupaskjöl sýnd sem lína í glugganum Skráning greiðslna þar sem fylgiskjalið sem um ræðir bíður eftir að greiðslan sé bókuð gegn hinni útstandandi upphæð. Það getur hins vegar komið fyrir að greiðslur eru ekki sýndar sem línur í glugganum Skráning greiðslna, yfirleitt vegna þess að ekki hefur verið lokið við bókun reiknings í hinu umrædda skjali.
Í glugganum Leit í fylgiskjölum er hægt að leita meðal skjala sem ekki eru enn reikningsfærð að fullu. Hægt er framkvæma leit út frá einu eða fleiri eftirfarandi gildum:
-
Númer skjals
-
Upphæð eða svið upphæðar
Eftirfarandi aðgerð útskýrir hvernig skal finna tiltekið fylgiskjal með því að nota bæði leitarskilyrðin.
Til að finna tiltekið fylgiskjal sem er ekki reikningsfært að fullu
Í reitnum Leit skal færa inn Skráning greiðslna og velja síðan viðkomandi tengil.
Með bendilinn á hvaða línu sem er, á flipanum Heima í hópnum Leit skal velja Leita í fylgiskjölum.
Í glugganum Leit í Skjölum, færið inn leitargildi í reitinn Númer fylgiskjals.
Til athugunar Faldir algildisstafir (* *) eru meðfylgjandi í gildinu sem fært er í þennan reit. Þetta þýðir að aðgerðin leitar eftir öllum fylgiskjalsnúmerum sem innihalda gildið sem fært var inn. Í reitnum Upphæð, tilgreinið ákveðna upphæð sem er til á fylgiskjalinu sem finna skal.
Í reitnum Upphæð vikmarka %, færið inn prósentugildi til að skilgreina svið upphæða sem leita á eftir til að finna opna fylgiskjalið.
Ef fært er inn 10 mun aðgerðin leita að upphæðum sem eru á milli tíu prósent lægri eða hærri en gildið í reitnum Upphæð.
Á flipanum Heim, í flokknum Meðhöndla er valið Leita.
Leitareiginleikinn leitar í skjölum sem ekki eru enn reikningsfærð að fullu samkvæmt tilgreindum leitarskilyrðum.
Ef fleiri en eitt fylgiskjal svarar skilyrðunum, opnast glugginn Niðurstöður skjalaleitar sem sýnir línur sem tilgreina viðkomandi fylgiskjöl. Hver lína inniheldur númer fylgiskjals, lýsingu og upphæð svo auðveldlega sé hægt að finna tilgreint fylgiskjal, t.d. byggt á upplýsingum á bankayfirliti.
Ef greiðsla í bankanum er ekki tilgreind með fylgiskjali í Microsoft Dynamics NAV 2013 R2, er hægt að opna fyrirfram útfyllta færslubók úr glugganum Skráning greiðslna til að bóka greiðsluna beint á mótreikninginn án þess að bóka greiðsluna í fylgiskjal. Að öðrum kosti er hægt að skrá greiðsluna í færslubókina þar til uppruni greiðslunnar hefur verið leystur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Skrá eða bóka greiðslur handvirkt án tengdra fylgiskjala.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |