Í ítarlegri vöruhúsagrunnstillingu, þ.e. birgðageymslum sem nota beinan frágang og tínslu, sér reyndur starfsmaður um hreyfingar milli hólfa og útbýr hreyfingar í hreyfingavinnublaðinu og stofnar síðan hreyfingar sem starfsmenn vöruhússins framkvæma.
Til að færa vörur með vöruhúsahreyfingarvinnublaðinu
Í reitnum Leita skal færa inn Vinnublað hreyfingar og velja síðan viðkomandi tengi.
Færið inn upplýsingar um vöruhúsahreyfingar í vinnublaðslínurnar eins og við á.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Aðgerðir eru tvær aðgerðir sem hjálpa til við að fylla út línurnar. Önnur er aðgerðin Reikna út áfyllingu hólfs. Aðgerðin notar hólfaflokkun til að leggja til áfyllingu hærra flokkaðra hólfa úr lægra flokkuðum. Hin er aðgerðin Sækja innihald hólfs sem fyllir út vinnublaðslínurnar með öllu innihaldi hólfsins eða hólfanna sem eru tilgreind.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna hreyfingu til að stofna vöruhúsahreyfingarskjal sem síðan er hægt að skrá þegar vöruhúsahreyfingunni er lokið.
Vöruhúsahreyfingin skráð
Í reitnum Leit skal færa inn Hreyfingar og velja síðan viðkomandi tengil.
Opnar vöruhúsahreyfingu sem á að vinna með.
Á línum aðgerðartegundar Staðsetja skal tilgreina hvar, sem og, hvenær eigi að færa viðkomandi vöru með því að breyta svæðunum Svæðiskóti, Hólfkóti, Magn til afgreiðslu, eða Gjalddagi.
Hafi vöruhúsið verið sett þannig upp að hólfakótarnir fylgi eiginlegu skipulagi vöruhússins er hægt að taka ákveðnar vörur úr samfelldum magnhólfum og setja þær síðan í framtíðartínsluhólf sem gætu verið nálægt hvert öðru.
Í línum aðgerðegundir Taka, tilgreinið í reitnum Magn til afgreiðslu íhlutamagn innihalds hólfs sem á að færa. Allir aðrir reitir á línum af aðgerðtegundinni Taka eru skrifvarðir.
Til að færa allt ráðlagt magn eins og tilgreint er í reitnum Magn skal fara í flipann Aðgerðir, flokkinn Aðgerðir og velja Færa sjálfkr. magn til afgr.
Til að prenta hreyfingarskjalið er farið á flipann Aðgerðir, flokkinn Almennt og Prenta valið.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Skráning veljið Dagbók..
Til athugunar |
---|
Þegar birgðageymslan notar beinan frágang og tínslu og hólfategundir þá er ekki hægt að færa vörur handvirkt inn og út úr hólfum því vörur sem eru í hólfi af þeirri gerð verður að skrá sem frágengnar áður en þær verða hluti af tiltækum birgðum. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |