Hægt er að færa tækifæri á fyrri þrep í söluferlinu sem þau fylgja hafi þau til dæmis verið færð of snemma á næsta þrep eða ef þörf er á að endurtaka þrepið.

Hægt er að færa tækifæri aftur á fyrra þrep í glugganum Tækifæralisti. Í glugganum Tækifæralisti birtast tækifæri annað hvort fyrir tengiliði, sölumenn eða söluherferðir eftir því hvar hann er opnaður. Aðferðin sem notuð er til að færa tækifæri yfir á fyrra þrep á sölumanns/innkaupandaspjaldi er rakin hér að neðan.

Til að færa tækifæri í fyrra þrep

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölumenn og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið sölumanninn sem er ábyrgur fyrir tækifærinu.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Sölumaður, skal velja Tækifæri og síðan velja Listi.

  4. Í glugganum Tækifæralisti á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Uppfæra. Leiðsagnarforritið Uppfæra tækifæri opnast.

  5. Í fyrsta glugganum í leiðsagnarforritinu er valkosturinn Fyrra valinn og velja Áfram hnappinn.

    Eigi að færa tækifærið á annað fyrra þrep er valkosturinn Stökkva valinn.

  6. Í öðrum glugganum í leiðsagnarforritinu er söluferlisþrepið sem færa á tækifærið á valið.

  7. Fyllt er út í aðra glugga leiðsagnarforritsins til að tilgreina nýjar upplýsingar um tækifærið.
    Reitirnir Dagsetning, Áætlað virði (SGM), Líkur á árangri (%) og Áætluð lokunardagsetning eru skyldureitir og verða að vera fylltir út áður en hægt er að velja Áfram eða Ljúka.

  8. Þegar lokið er við að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar er valinn hnappurinn Ljúka.

Ábending

Sjá einnig