Hægt er að loka tækifærum þegar samningaviðræðum er lokið. Þegar tækifæri er lokað er hægt að tilgreina ástæðu fyrir lokuninni. Áður en þetta er gert þarf að setja upp kóta fyrir lokuð tækifæri.
Hægt er að loka tækifærum í glugganum Tækifæralisti. Í glugganum Tækifæralisti birtast tækifæri annað hvort fyrir tengiliði, sölumenn eða söluherferðir eftir því hvar hann er opnaður. Aðferðin sem notuð er til að loka tækifærum á sölumanns/innkaupandaspjaldi er rakin hér að neðan.
Tækifærum lokað:
Í reitnum Leita skal færa inn Sölumenn og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Sölumenn veljið sölumanninn sem er ábyrgur fyrir tækifærinu.
Á spjaldinu Sölumaður/innkaupaaðili, á flipanum Færsluleit, í flokknum Sölumaður, skal velja Tækifæri og smella síðan á Listi.
Í glugganum Tækifæralisti í Aðgerðum í flokknum Eiginleikar veljið Loka. Leiðsagnarforritið Loka tækifæri birtist.
Í fyrsta glugganum í leiðsagnarforritinu er viðeigandi valkostur valinn til að tilgreina hvort tækifærið hafi borið árangur eða ekki og velja Áfram hnappinn.
Fyllt er í aðra reiti í öðrum gluggum í leiðsagnarforritinu eftir því sem við á. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.
Reitirnir Kóti lokunar tækifæris og Lokað dags eru skyldureitir og verða að vera fylltir út áður en hægt er að velja Áfram eða Ljúka.
Til að loka tækifærinu skal velja hnappinn Ljúka.
Til athugunar |
---|
Þegar tækifæri hefur verið lokað er gátreiturinn Lokað er valinn og dagsetning tilgreind í reitnum Lokunardagsetning er uppfærð. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |