Hægt er að opna samsetningaruppskrift, það er stækka hana til að birta einstaka vörur í uppskriftinni. Ef íhluti í samsetningaruppskrift er sjálfur samsetningaruppskrift er hægt er að útvíkka hann og skipta honum út fyrir íhluti sína.

Hægt er að nota aðgerðina Opna uppskrift fyrir samsetningaríhluti á sölupantanalínum og í sjálfri samsetningaruppskriftinni.

Til að stækka samsetningaruppskrift á sölupöntunarlínum

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölupöntun og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið sölupöntunarlínu sem inniheldur samsetningaríhlut.

  3. Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir og síðan smella á Opna uppskrift.

Allir reitir í sölupöntunarlínunum með samsetningarvöruna eru hreinsaðir nema reiturinn Lýsing. Íhlutirnir sem mynda samsetningarvöruna eru settir inn í nýjar sölupöntunarlínur.

Viðvörun
Þegar búið er að nota aðgerðina Opna uppskrift til að stækka sölupöntunarlínu er ekki hægt að minnka sölupöntunarlínuna aftur. Til að afturkalla aðgerðina verður að eyða sölupöntunarlínunni sem táknar íhlutina og færa svo aftur inn sölupöntunarlínu fyrir samsetningarvöruna.

Til að stækka samsetningaruppskrift innan samsetningaruppskriftar

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið vöru þar sem reiturinn Samsetningaruppskrift er stilltur á .

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Samsetning/framleiðsla, skal velja Samsetning og síðan Samsetningaruppskrift.

  4. Í glugganum Samsetningaruppskrift skal velja línu þar sem reiturinn Samsetningaruppskrift er stilltur á .

  5. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Opna uppskrift.

Yfirvaran í samsetningaruppskriftinni er fjarlægð, og íhlutirnir sem hún samanstendur af eru sett inn í nýjar línur samsetningaruppskriftar.

Ábending

Sjá einnig