Verk er stofnað í Microsoft Dynamics NAV og síðan mynda skal verklínur og verkáætlunarlínur fyrir hana. Hvert skref í stofnun verks er hannað til að veita yfirlit yfir og innsýn í það hvernig verkinu miðar. Til dæmis er hægt að rekja hvort notandinn nái tilskildum áföngum, eða hvort hann sé á réttri leið til að ná væntingum áætlunar.
Til að stofna verk
Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt veljið Nýtt til að búa til Verk spjald.
Færið inn númer og lýsingu fyrir verkið. Til að vista vinnsluna þarf ekki að fylla út neina aðra reiti. Hins vegar eru upplýsingarnar yfirleitt færðar inn í reitina sem lýst er í eftirfarandi töflu. Þetta eru reitirnir sem þurfa gildi svo hægt sé að stofna verkhluta og áætlunarlínur fyrir verkið.
Reitur Lýsing Reikn.færist á viðskm.
Áskilið. Veitir upplýsingar um viðskiptamanninn sem á að rukka fyrir verkið.
Staða
Velja stöðustillingu fyrir verkið. Á fyrstu stigunum er hægt að stilla Staða á Áætlun.
Verkbókunarhópur
Úthlutar verki til bókunarflokks fyrir fjárhag.
Upphafsdagsetning
Veitir upplýsingar um upphafsdagsetningu verksins.
Til athugunar Ef tímablöð eru notuð í verkinu þarf einnig að tilgreina Ábyrgðaraðili. Einstaklingurinn getur samþykkt vinnuskýrslur fyrir starfsmannaverkefni sem tengjast verkinu. Það verður að vera að minnsta kosti einn verkhluti fyrir hvert verk svo hægt sé að hafa bókun. Til að skilgreina verkhluta fyrir verkið er farið í flipann Heim, flokkinn Ferli og Verkhlutalínur verks valið. Í glugganum Verkhlutalínur verks, bætið við verkunum sem mynda verkið. Nánari upplýsingar um hvernig verkhlutar eru stofnaðir eru í Hvernig á að búa til verkhluta verka.
Verkáætlunarlínur eru þar sem tilgreindur er forði, vörur og fjárhagsleg útgjöld til að tengja við verkhluta. Til að stofna áætlunarlínu skal velja verkhluta og fara á flipann Heim, flokkinn Ferli og velja Áætlunarlínur verks. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til verkáætlunarlínur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Verkhlutalínur verks
Kynning: Stýring verkefna með verkum
Hvernig á að skoða og samþykkja tímablöð eftir verki
Hvernig á að afrita verkáætlunarlínur yfir á tímablað
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp VerkbókunarflokkaHvernig á að setja upp vöruverð verka
Hvernig á að setja upp forðaverð verka
Hvernig á að setja upp verð í fjárhagsreikningi fyrir verk