Opnið gluggann Áætlunarlínur verks.
Inniheldur yfirlit yfir allar áætlunarlínur verks. Þennan glugga má nota til að áætla hvaða vörur, forði og fjárhagsútgjöld má búast við að fari í framkvæmd verksins (áætlun), eða til að tilgreina hvað hefur í raun samist um að viðskiptamaðurinn skuli greiða fyrir verkið (samningur).
Setja má upp áætlunarlínur fyrir hvern verkhluta verksins. Hafi verið samið við viðskiptamanninn um að hann skuli greiða fasta heildarupphæð fyrir allt verkið, burtséð frá notkun við staka verkhluta, þá þarf aðeins að setja upp eina áætlunarlínu af tegundinni Samningur fyrir allt verkið.
Einungis er hægt að reikningsfæra áætlunarlínur af tegundinni Samningur eða Bæði áætlun og samningur. Áætlunarlínur af tegundinni Áætlun teljast ekki reikningshæfar.
Þessi gluggi er notaður til að breyta áætlunarlínum sem tengjast verkhlutum. Hægt er að bæta við eins mörgum línum og óskað er eftir.
Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |