Lykilatriði í uppsetningu nýrra verka er að tilgreina þá verkhluta sem verkið felur í sér. Þetta er gert með því að bæta nýjum línum við gluggann Verkhlutalínur verks, eitt verk á hverja línu. Hvert verk verður að hafa að minnsta kosti einn verkhluta.

Til að búa til verkhluta fyrir verk

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið verk og veljið því næst Verkhlutalínur verks úr flokknum Vinna á flipanum Heim.

  3. Í glugganum Verkhlutalínur verks skal færa númer verkhlutans inn í reitinn Verkhlutanr. verks. Nánari upplýsingar um úthlutun verkhlutanúmera eru í Verkhlutanr. verks.

  4. Færið inn lýsingu á verkhlutanum í reitinn Lýsing.

  5. Einn valkostanna er valinn í reitnum Gerð verkhluta:

    • Bókun
    • Yfirskrift
    • Samtals
    • Frá-tala
    • Til-tala

    Frekari upplýsingar um þessar tegundir eru í reitnum Verkhlutategund verks.

  6. Til að úthluta verkbókunarflokki á verk er valinn kóði í reitnum Bókunarflokkur verka fyrir verkið. Ef kóti er ekki valinn verður gildið úr reitnum Bókunarflokkur verka sem er tilgreint á spjaldinu Verk notað.

  7. Í reitnum VÍV-samtala, er gefið til kynna hvort reikna eigi VÍV fyrir verkið og öll fyrri auð verk sem fylgja fyrri verkflokkun:

    • Færa inn Samtals til að hafa hóp verkhluta í VÍV-útreikningnum.
    • Færa inn Útilokað til að útiloka verk úr VÍV-útreikningi. Þessi stilling getur komið sér vel ef notandi er enn að áætla verkhluta fyrir verk og hefur ekki bókað neina notkun eða reikninga.

    Velja hnappinn Í lagi.

Ábending

Sjá einnig