Hægt er að fínstilla hvern verkhluta sem stofnaður hefur verið fyrir verk yfir í áætlunarlínur. Áætlunarlínu er hægt að nota til að halda utan um hvers kyns upplýsingar sem rekja þarf í verki. Nota má áætlunarlínur til að bæta við upplýsingum líkt og hvaða forði þurfi að vera til staðar og til að gera grein fyrir hvaða vörur séu nauðsynlegar til að inna verkið af hendi.

Til dæmis má stofna verk til að fá samþykki viðskiptamanns. Tengja má verkið við áætlunarlínur fyrir atriði eins og fundi með viðskiptamanninum og stofnun þjónustusamninga.

Í hverri áætlunarlínu þarf að tilgreina línugerð, sem getur verið Tímasetning, Samningur, eða hvort tveggja.

Að auki er hægt að tilgreina tegund og færa inn upplýsingar, t.d. magn. Kostnaðarupplýsingar birtast sjálfkrafa þegar upplýsingar eru færðar inn. Sem dæmi má taka að þegar ný lína er slegin inn eru kostnaður, verð og afsláttur forða og vara í upphafi byggð á upplýsingum sem eru tilgreindar á forðaspjaldi og birgðaspjaldi.

Til að stofna verkáætlunarlínu

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið verk. Á flipanum Heim veljið Verkhlutalínur.

  3. Veljið verkhlutann sem hefur Bókun sem Verkhlutategund verks. Á flipanum Heim í flokknum Vinna skal velja Áætlunarlínur verks.

  4. Í glugganum Línugerð í nýrri línu er stofnuð áætlunarlína með upplýsingum líkt og, Tegund og Magn. Bætt er við þeim fjölda lína sem verkið krefst.

Ábending
Til að skoða allar áætlunarlínur fyrir öll verk samtímis er farið í flipann Aðgerðir, flokkinn Bls. og Hreinsa afmörkun valið. Til að sjá áætlunarlínurnar fyrir aðeins eitt verk skal síðan tilgreina verknúmerið í reitnum Færa inn í afmörkun á afmörkunarrúðunni.

Til að breyta verkáætlunarlínu

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið verk. Á flipanum Heim veljið Verkhlutalínur.

  3. Veljið verkhlutann sem hefur Bókun sem Verkhlutategund verks. Á flipanum Heim í flokknum Vinna skal velja Áætlunarlínur verks.

  4. Veljið gildið sem á að uppfæra, breytið og veljið hnappinn Í lagi.

Mikilvægt
Verkáætlunarlínur geta verið búnar til af kerfinu ef Microsoft Dynamics NAV er sett upp þannig að það stofni línu í hvert sinn sem verkfærsla er stofnuð. Ef svo er birtast skilaboð um hvort halda eigi áfram þegar reynt er að breyta áætlunarlínu. Velja hnappinn til að vista breytingarnar og halda áfram.

Ábending

Sjá einnig