Hægt er að stofna samskipti til að skrá öll samskipti við tengiliði.
Áður en hægt er að stofna samskipti þarf að setja upp samskiptasniðmát. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp samskiptasniðmát.
Til að stofna samskipti
Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliðir og velja síðan viðkomandi tengi.
Einnig er hægt að stofna samskipti á Sölumaður/innkaupaaðili spjaldi eða Samskiptaskráningarfærslu.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Í vinnslu veljið Stofna samskipti. Leiðsagnarforritið Stofna samskipti birtist.
Allir reitirnir í fyrsta glugga leiðsagnarforritsins eru fylltir út og síðan er Áfram hnappurinn valinn.
Reitirnir Kóti samskiptasniðmáts, Kóti sölumanns, Nr. tengiliðar, Dagsetning, Lýsing eru skyldureitir og verða að vera fylltir út áður en hægt er að velja Áfram eða Ljúka.
Ef samskiptasniðmátið sem er valið inniheldur viðhengi er hægt að velja Næsta og opna viðhengið eða birta svarglugga til að flytja viðhengið inn.
Gera skal allar nauðsynlegar breytingar á viðhenginu, loka því og staðfesta síðan boðin sem birtast.
Fyllt er í aðra reiti í leiðsagnarforritinu eftir því sem við á.
Þegar lokið er við að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar er valinn hnappurinn Ljúka.
Ef framkvæma þarf annað verk í Microsoft Dynamics NAV áður en samskiptunum lýkur er hægt að loka leiðsagnarforritinu og velja að ljúka samskiptunum síðar.
Til að fresta samskiptum
Í leiðsagnaforritinu Stofna samskipti veljið hnappinn Loka.
Þegar valið er Já eru nýstofnuð samskipti vistuð í töflunni Samskiptaskráningarfærsla.
Ef samskiptin voru tengd við söluherferð er nýrri færslu bætt við töfluna Söluherferðarfærsla.
Ef frestuð samskipti innihalda viðhengi er það vistað í Microsoft Dynamics NAV. Glugginn Frestuð samskipti er opnaður og samskiptin valin sem innihalda viðhengið sem á að skoða, og smellt á Sýna til að skoða viðhengið.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Söluherferðarfærsla
Samskiptaskráningarfærsla
Samskiptasniðmát
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp samskiptahópaHvernig á að ógilda Samskiptaskráningarfærslur
Hvernig á að ljúka og eyða frestuðum samskiptum
Hvernig á að setja upp samskiptasniðmát
Hugtök
SamskiptiUm tengslastjórnunargrunn
Unnið með skjöl í Microsoft Word
Færslur í samskiptakladda skráð sjálfkrafa