Í glugganum Tengslastjórnunargrunnur er hægt að tilgreina hvernig kerfið á að meðhöndla tiltekin atriði í tengiliðum.
Geymsla viðhengja
Eigi að nota viðhengi í samskiptasniðmátum þarf að tilgreina hvar og hvernig eigi að geyma þau viðhengi. Viðhengi geta verið allar tegundir of skjölum eins og Microsoft Word skjöl (til dæmis bréf), Microsoft Excel skjöl, Microsoft Powerpoint kynningar, og þess háttar.
Velja má um að geyma viðhengin innan Microsoft Dynamics NAV eða í skrá á disk. Ráðlegt er að geyma viðhengin í Microsoft Dynamics NAV til að auðvelda aðgang að þeim. Ef ákveðið er að geyma þau á diski skal tryggja að allir notendur í markaðsetningar hafi aðgang að staðsetningunni.
Til athugunar |
---|
Getan til að tilgreina tegund eða staðsetningu geymslu er ekki tiltæk fyrir þessa útgáfu. |
Frekari upplýsingar eru í Unnið með skjöl í Microsoft Word.
Erfðir
Vissar upplýsingar um tengiliðafyrirtæki eru þær sömu og um einstaklingstengiliði sem vinna hjá fyrirtækjunum, til dæmis upplýsingar um aðsetur. Kerfið getur afritað þessa reiti sjálfkrafa af fyrirtækistengiliðaspjaldinu á einstaklingstengiliðaspjaldið í hvert sinn sem stofnaður er einstaklingstengiliður fyrir skráð tengiliðarfyrirtæki. Hægt er að láta kerfið afrita sjálfkrafa sölumannskóta, umsjónarsvæðiskóta, lands-/svæðiskóta og tungumálakóta auk upplýsinga um aðsetur (aðsetur, aðsetur 2, bæ, póstnúmer og sýslu) og samskiptaupplýsingar (faxnúmer, svarkóta á telex og símanúmer). Þegar einhverjum þessara reita er breytt á fyrirtækistengiliðaspjaldi er þeim sjálfkrafa breytt á einstaklingstengiliðaspjaldinu (nema efni reitsins á einstaklingstengiliðaspjaldinu hafi verið breytt handvirkt).
Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Einstaklingstengilið.
Sjálfgildi
Hægt er að láta kerfið tilgreina sjálfkrafa ákveðinn tungumálskóta, umsjónarsvæðiskóta, sölumannskóta og lands-/svæðiskóta sem sjálfgildi þegar nýir einstaklingstengiliðir eru stofnaðir. Einnig er hægt að færa inn sjálfgefinn söluferliskóta sem kerfið úthlutar sjálfkrafa á hvert nýtt tækifæri sem stofnað er.
Til athugunar |
---|
Reitaerfðir skrifast yfir sjálfgildi sem sett hafa verið upp. Ef enska, til dæmis, hefur verið sett upp sem sjálfgefið tungumál en tungumál tengiliðafyrirtækisins er þýska, úthlutar kerfið þýsku sjálfkrafa sem tungumálakóta einstaklingstengiliðanna sem skráðir eru fyrir það fyrirtæki. |
Einnig er hægt að setja upp sjálfgefna kveðju sem kerfið úthlutar sjálfkrafa á tengiliðina. Hægt er að nota þessar kveðjur í viðhengjum samskiptasniðmáta (til dæmis Microsoft Word skjölum). Þegar sjálfgefin kveðja er sett upp er hægt að færa inn texta og snið kveðjunnar. Ef texti kveðjunnar er Kæri og snið hennar er Kveðjutexti + Titill + Nafn færir kerfið Kæri hr. Jón Jónsson sjálfkrafa sem kveðju fyrir tengiliðinn Jón Jónsson.
Samskipti skráð sjálfkrafa
Kerfið getur sjálfkrafa skráð sölu- og innkaupaskjöl sem samskipti (til dæmis pantanir, reikninga, móttökur og þess háttar), ásamt forsíðum, tölvupóstsendingum og símtölum. Ef vinna á við viðhengi og samskiptasniðmát og samskipti í Microsoft Word, verður að tilgreina tungumálskenni blöndureitsins, þ.e. kenni Windows-tungumálsins sem á að nota við að nefna blöndureitina sem eru sýndir þegar unnið er við viðhengi í Microsoft Word.
Samstilling við viðskiptamenn, lánardrottna og bankareikninga
Eigi að samstilla tengiliðaspjaldið við viðskiptamannaspjald, lánardrottnaspjald og bankareikningsspjald þarf að velja viðskiptatengslakóta fyrir viðskiptamenn, lánardrottna og bankareikninga. Þannig er til dæmis aðeins hægt að tengja tengilið við viðskiptamann sem til er fyrir hafi viðskiptatengslakóti fyrir viðskiptamenn verið valinn í glugganum Tengslastjórnunargrunnur.
Frekari upplýsingar eru á Tengiliðir samstilltir við viðskiptamenn, lánardrottna og bankareikninga.
Númeraraðir
Hægt er að setja upp númeraraðir fyrir tengiliði, söluherferðir, verkefni, hluta og tækifæri. Hafi númeraröð verið sett upp fyrir tengiliði færir kerfið sjálfkrafa inn næsta tiltæka tengiliðanúmer þegar nýr tengiliður er stofnaður og stutt á færslulykilinn í reitnum Nr. á tengiliðaspjaldinu.
Tvítekningaleit
Hægt er að láta kerfið leita sjálfkrafa leita að tvítekningum í hvert sinn þegar stofnað er tengiliðafyrirtæki eða leita handvirkt eftir að tengiliðirnir hafa verið stofnaðir. Einnig er hægt að láta kerfið uppfæra leitarstrengi sjálfkrafa í hvert sinn sem tengiliðaupplýsingum er breytt eða tengiliður stofnaður. Notandinn ákveður sjálfur hver endurtekningarprósentan er, það er hlutfall strengja sem verða að vera eins hjá tveimur tengiliðum til þess að kerfið líti á þá sem tvítekningar.
Tölvupóstskráning
Hægt er að senda tölvupóst á tengiliði, viðskiptavini, lánardrottna o.s.frv. Hægt er að senda og taka á móti tölvupóstskilaboðum úr Microsoft Dynamics NAV eða úr Outlook. Áður en hægt er að skiptast á skilaboðum á þennan hátt og láta kerfið vista þau og setja í biðröð, þarf að setja upp nokkrar færibreytur, svo sem tímabil þar sem kerfið athugar hvort einhver tölvupóstur bíði afgreiðslu, heiti forstillingar tölvupóstskráningar.