Hafi Microsoft Word verið sett upp á tölvunni er hægt að búa til og flytja skjöl inn í Microsoft Word beint úr Microsoft Dynamics NAV.

Til athugunar
Stofnun viðhengja með prufuútgáfu af af Microsoft Office er ekki studd.

Microsoft Word skjöl stofnuð og þeim breytt sem viðhengjum í Microsoft Dynamics NAV

Þegar Microsoft Word skjöl eru búin til sem viðhengi í Microsoft Dynamics NAV eru bréfablöndunarreitir úr kerfinu í nýja Microsoft Word skjalinu sem birtist, eins og til dæmis tengiliðanúmer, nafn og aðsetur. Blöndunarreitina má nota til að ljúka við skjalið.

Hægt er að búa til Microsoft Word skjöl á tveimur stöðum í kerfinu, glugganum Samskiptasniðmát og glugganum Hluti:

  • Í glugganum Samskiptasniðmát er hægt að setja upp viðhengi fyrir samskiptasniðmátin. Síðar þegar samskipti eru stofnuð með leiðsagnarforritinu Stofna samskipti eða í glugganum Hluti er hægt að opna og breyta þessum viðhengjum eftir þörfum.
  • Á flýtiflipanum Samskipti í glugganum Hluti er hægt að velja samskiptasniðmát sem felur ekki í sér viðhengi og búa síðan til nýtt Microsoft Word skjal sem viðhengi.

Einungis Microsoft Word skjal sem er opnað í Microsoft Dynamics NAV er tengt kerfinu. Ef nýtt skjal er búið til í Microsoft Word er það ekki tengt við Microsoft Dynamics NAV, þó að það sé búið til í skjalinu sem tengt er Microsoft Dynamics NAV. Eigi að tengja skjalið við annað samskiptasniðmát eða samskipti í kerfinu þarf að flytja það inn.

Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til Microsoft Word-skjöl sem viðhengi, Hvernig á að stofna Samskipti og Hvernig á að flytja inn Viðhengi.

Microsoft Word lokað

Skjalið sem er opnað í Microsoft Dynamics NAV er óháð öðrum Microsoft Word skjölum sem opnuð eru áður en eða eftir að skjalið sem tengt er kerfinu er opnað. Það merkir að ef Microsoft Word er lokað í öðru skjali sem ekki er tengt Microsoft Dynamics NAV verður skjalinu sem tengt er Microsoft Dynamics NAV ekki lokað.

Þegar Microsoft Word er lokað í skjali sem tengt er Microsoft Dynamics NAV (með því að smella á efra hornið hægra megin eða með því að smella á Skrá, Loka) birtist svargluggi þar sem notandinn er spurður hvort vista eigi breytingar á skjalinu og flytja það aftur inn í kerfið.

Mikilvægt
Þegar unnið er í Microsoft Word skjali sem opnað er í Microsoft Dynamics NAV er ekki hægt að vinna aftur í kerfinu fyrr en Microsoft Word hefur verið lokað.

Microsoft Word skjöl vistuð

Ef Microsoft Word skjal sem tengt er Microsoft Dynamics NAV er vistað (með því að styðja á Ctrl+s, eða með því að smella á Skrá, Vista) skráir kerfið breytingar á skjalinu. Þegar Microsoft Word er lokað er samt sem áður spurt hvort vista eigi breytingar og flytja skjalið aftur inn í kerfið.

Ef Microsoft Word skjal sem tengt er Microsoft Dynamics NAV er vistað á skrá á diski (hörðum diski eða ytri diski) með því að smella á Skrá, Vista sem, er enn mögulegt að vista breytingar sem gerðar eru í Microsoft Dynamics NAV þegar Microsoft Word er lokað.

Mikilvægt
Ef tveir eða fleiri notendur opna og breyta samskiptasniðmátsviðhengi (Microsoft Word skjali) samtímis þegar unnið er í glugganum Samskiptasniðmát, vistar kerfið aðeins breytingar þess notanda sem er fyrri til að flytja skjalið aftur inn í Microsoft Dynamics NAV. Breytingar sem aðrir notendur gera verða ekki vistaðar því kerfið greinir ekki upprunalega skjalið.

Af þessum sökum er ráðlegt að samhæfa þær breytingar sem gerðar eru á samskiptasniðmátsviðhengjum í glugganum Samskiptasniðmát.

Sjá einnig