Hægt er að ógilda samskiptaskráningarfærslur hafi skráð samskipti ekki átt sér stað.
Hægt er að ógilda samskiptaskráningarfærslur í glugganum Færslur í samskiptakladda. Í glugganum Samskiptaskráningarfærslur birtast ýmist samskipti varðandi tengiliði, sölumenn eða verkefni. Aðferðin sem notuð er til að ógilda samskipti fyrir tengilið er rakin hér að neðan.
Samskiptaskráningarfærslur ógiltar:
Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliðir og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Tengiliðir veljið tengiliðinn sem tengist samskiptunum.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Tengiliður, skal velja Færslur í samskiptakladda.
Í glugganum Færslur í samskiptakladda er hægt að ógilda samskiptaskráningarfærslur.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Víxla gátmerki í Hætt við.
Boð sem þá birtast eru staðfest.
Til athugunar |
---|
Afturkallaðar færslur eru ekki fjarlægðar úr glugganum Færslur í samskiptakladda, þær birtast sem ógiltar. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |