Inniheldur öll samskipti við tengiliði sem skráð hafa verið í kerfinu.
Samskiptaskráningarfærsla taflan inniheldur eftirfarandi:
-
Tengsl sem eru stofnuð og skráð handvirkt, til dæmis til að skrá fund, símtal eða bréf sem sent er tengilið. Nýrri færslu er sjálfkrafa bætt í töfluna Samskiptaskráningarfærsla í hvert skipti sem samskipti eru stofnuð.
-
Tengsl sem skráð eru í kerfinu þegar prentuð er pöntun, kreditreikningur eða reikningur, forsíða eða þegar stofnaður er söluþjónustureikningur og svo framvegis. Eigi að skrá þessi samskipti sjálfkrafa í töflunni Samskiptaskráningarfærsla verður að tilgreina samskiptasniðmát fyrir skjölin í reitunum á flýtiflipanum Samskipti í glugganum Tengslastjórnunargrunnur.
Þegar samskipti eru stofnuð er hægt að velja samskiptasniðmátið sem á að nota, tengiliðina sem tengjast þeim ásamt söluherferðinni eða verkefninu sem þau tengjast.
Mögulegt er að skoða samskiptafærslur eftir tengilið, söluherferðanúmeri, verkefnisnúmeri, samskiptasniðmáti, samskiptahópi og sölufólki.